Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33606
Arkitektúr er alla jafna talinn vera listgrein, þar sem afurð arkitekta er afleiðing sköpunarferlis. Arkitektúr er auk þess verkefnamiðað fag, þar sem flest verk arkitekta eru einstök, tímabundin verkefni. Höfundur upplifði skörp skil á milli hins listræna heims í arkitektúrnámi sínu og hins verkefnamiðaða heims í arkitektúrstörfum sínum. Við þessi skörpu skil uppfyllti höfundur hvorki sköpunarþörf sína né hafði hún vald á verkefnastjórnuninni sem henni þótti yfirtaka starf sitt.
Rannsóknir höfundar sýna fram á að arkitektar búa upp til hópa yfir sams konar upplifun. Fagleg þekking á aðferðum verkefnastjórnunar er ábótavant í arkitektúrfaginu, þó almennt sé áhugi arkitekta til staðar og viðhorf gagnvart verkefnastjórnun jákvætt. Niðurstöður rannsóknar sýna, að kenna ætti verkefnastjórnun í háskólanámi í arkitektúr. Slík kennsla myndi undirbúa og upplýsa nema um þá verkefnastjórnun sem bíður þeirra þegar út á vinnumarkað kemur. Hins vegar leiddu niðurstöður það einnig í ljós að sú viðbót ein og sér myndi ekki leysa vandann. Til þess þurfi að byggja upp verkefnastjórnunarmenningu á arkitektastofum landsins.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Arkitektúr sem listgrein í verkefnamiðuðu umhverfi.pdf | 4.32 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |