is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33607

Titill: 
  • Er vetni eitt af orkuberum framtíðar?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Mannkynnið stendur frammi fyrir miklum áskorunum á næstu árum þar sem flestum er orðið ljóst að alvarleg hnattræn hlýnun er að koma fram vegna mikillar aukningar í losun á gróðurhúsalofttegundum eins og koltvíoxíði sem kemur frá hefðbundnum dísel og bensín bílum. Kjörið tækifæri er á Íslandi að mæta þessum áskorunum og hafa stjórnvöld sem dæmi stefnt að banni á sölu dísel og bensín ökutækja eftir 2030. Miðað við tækni í dag er talið að minni ökutæki á styttri leiðum verði rafknúin ökutæki sem nota rafhlöður sem orkugeymslu. Á lengri leiðum og þyngri ökutækjum sem þurfa mikla orkugeymslu er líklegra að vetni eða aðrir orkuberar verði fyrir valinu og er það fyrst og fremst vegna þess hvað rafhlöðunnar eru þungar og hvað það þarf mikið af sjaldgæfum málmum í framleiðslu á þeim. Um þessar mundir eru að koma á markaðinn vetnisknúin ökutæki fyrir vöruflutninga og fólksflutninga og telur höfundur það vera kjörið tækifæri fyrir Ísland og vera í takt við stefnu stjórnvalda í orkuskiptum að stuðla að því að þyngri ökutæki verði endurnýjuð sem vetnisökutæki. Ísland er auðugt af raforku ef miðað er við höfðatölu og á því að vera tiltölulega lítið mál að mæta orkuþörf sem nemur vetnisframleiðslu fyrir stærri ökutæki á næstu árum. Tækninni hefur fleygt fram á undanförnum árum og er nýjasti búnaðurinn (PEM Fuel Cell) sem umbreytir vetni í rafmagn orðinn með ágætis nýtni eða um 42,5% og er það ferli mengunarfrítt. Í þessu verkefni var leitast við að svara spurningunni hvort vetni geti verið eitt af orkuberum framtíðar hér á landi og í stuttu máli þá er það niðurstaða þessa verkefnis að það geti orðið svo. Framleiðendur stærri ökutækja eru að taka vel við sér með framleiðslu á vetnisknúnum ökutækjum og miðað við skoðunarkönnun sem var gerð í þessu verkefni er mikill vilji hjá fyrirtækjum hér heima að fara í prufurekstur á vetnisökutækjum. Einnig telur höfundur að orkuþörf til að framleiða vetni eigi að vera hægt að mæta á samkeppnishæfu verði.

Samþykkt: 
  • 13.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33607


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPM Lokaverkefni pdf Skil.pdf757.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna