Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33610
Agile aðferðafræði við hugbúnaðargerð hefur verið að aukast mikið á undanförnum árum. Mikið hefur verið fjallað um aðferðir innan þeirrar hugmyndafræði en hinsvegar er skiptar skoðanir yfir hvað hugtakið agile stendur fyrir.
Það orsakar að rannsóknir eru aðstæðubundnar og þar af leiðandi erfitt að bera þær saman við íslensk hugbúnaðarfyrirtæki sem nota aðferðafræðina. Til þess að skilja betur áskoranir íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja við notkun á aðferðum tengdum hugmyndafræðinni þá verður að skoða hverjar aðstæður þeirra eru og hvernig áskoranir þeirra líta út. Það er lítið til af rannsóknum sem fjalla um áskoranir íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja við notkun agile aðferðafræðarinnar. Það er markmiðið þessarar rannsóknar að bæta úr því. Tekin voru djúpviðtöl við íslensk hugbúnaðarfyrirtæki sem nota agile aðferðafræðina. Helstu áskoranir voru mæling á árangri og hvernig breyta megi verklagi hjá fólki. Einnig voru áskoranir breytilegar eftir gerð fyrirtækis. Niðurstöðurnar eru mikilvægar fyrir íslensk hugbúnaðarfyrirtæki til að bera kennsl á eigin áskoranir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
SindriBjörnsson_BScUppfærð.pdf | 4.78 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |