is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33612

Titill: 
  • Samanburður á karla liði Fjölnis og yngri landsliðum Íslands í handknattleik : Samanburðar mælingar á liði Fjölnis og yngri landsliðum íslands í CMJ, 10 og 30 metra spretthraða og medicine boltakasti
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Handknattleikur hefur verið spilaður frá árinu 1897. Árið 1972 var íþróttin orðin eins og hún er í dag og orðin ólympíuíþrótt. Handknattleikur reynir á líkamlega getu leikmanna þar sem leikurinn einkennist af hoppum, átökum við andstæðing og skotum (Michalsik & Aagaard, 2014). Markmið rannsóknarinnar er að athuga mun á karla liði Fjölnis í handknattleik og karlaliðum yngri landsliða Íslands. Þáttakendur voru 12 leikmenn í karlaliði Fjölnis í handknattleik. Fjögur þrekpróf voru lögð fyrir þá CMJ, MBK, 10 metra og 30 metra sprettpróf. Það voru 10 leikmenn sem tóku þátt í CMJ, 10 metra og 30 metra prófunum. Það var marktækur munur á milli Fjölnis og allra yngri landsliðanna í CMJ prófinu. Meðaltal Fjölnis liðsins var 41,28 (±5.27) cm en u17 liðið stökk 6,15 cm hærra (P < 0.01), u19 stökk 10,82 cm hærra (P = 0.00), u21 liðið stökk 11.86 cm hærra (P = 0.00) en Fjölnis liðið. Hvergi fannst munur á yngri landsliðum Íslands og Fjölni í 10 metra sprettprófinu, u17 (P = 0.288), u19 (P = 0.376), u21 (P = 0.286). Ekki fannst marktækur munur á milli Fjölnis liðsins og yngri landsliðanna í 30 metra sprettprófinu, u17 (P = 0.937), u19 (P = 0.68) , u21 (P = 0.40). Það fannst marktækur munur á milli Fjölnis og u17 ára landsliðsins í mbk prófinu (P = 0.041). Fjölnis liðið kastaði boltanum 0,77 cm lengra að meðaltali en u17 ára liðið. Ekki fannst marktækur munur á milli Fjölnis og u19 (P = 0. 28), né u21 (P = 0.55) í mbk prófinu. Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar má sjá að leikmenn yngri landsliðanna standa sig betur í þremur af fjórum frammistöðuprófum. Fjölnis liðið er á eftir þegar kemur að 10 metra og 30 metra sprettprófinu og í CMJ prófinu. Þetta þýðir að leikmenn yngri landsliðanna eru fljótari og geta stokkið hærra en leikmenn í næst efstu deild á Íslandi. Hægt er að álykta að leikmenn yngri landsliða Íslands séu betri líkamlega heldur en leikmenn í næst efstu deild á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 13.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33612


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs lokaskil.pdf326.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna