is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33614

Titill: 
  • Ráðningarhæfni háskólanemenda: Mat grunnnemenda við Háskóla Íslands á ráðningarhæfni sinni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var tvíþætt, annars vegar að meta próffræðilega eiginleika mælitækisins, sjálfsskynjuð ráðningarhæfni, sem Rothwell, Herbert og Rothwell (2008) þróuðu. Annað meginmarkmið er hins vegar að nota spurningalistann til að kortleggja ráðningarhæfni útskriftarnemenda í grunnnámi eftir fræðasviðum Háskóla Íslands. Mælitækinu er ætlað að mæla væntingar og sjálfsskynjun háskólanemenda. Það samanstendur af 16 atriðum sem eiga að endurspegla ráðningarhæfni háskólanemenda út frá fjórum þáttum; háskólinn minn, trú á eigin getu, sérsvið mitt og staðan á ytri vinnumarkaði. Sjálfsskynjuð ráðningarhæfni byggir á innri og ytri víddum ráðningarhæfni og hafa rannsóknir á mælitækinu stutt notagildi þess. Þýdd og staðfærð útgáfa listans var send á 1143 útskriftarnemendur í grunnnámi HÍ sem skráðir voru í útskrift í júní og október árið 2018. Alls tóku 212 nemendur þátt. Þáttagreining var framkvæmd til að kanna próffræðileg atriði mælitækisins hérlendis og reyndist þáttabygging svipuð og í erlendum rannsóknum. Niðurstöður sýndu að útskriftarnemendur í grunnnámi HÍ mátu ráðningarhæfni sína töluvert meiri en háskólanemendur í Bretlandi. Þegar rýnt var í niðurstöður á sjálfsskynjaðri ráðningahæfni nemenda við HÍ kom í ljós að að konur mátu ráðningarhæfni sína meiri en karlar og nemendur á Heilbrigðisvísindasviði voru hæstir en nemendur á Hugvísindasviði lægstir. Nemendur sem töldu nám sitt vera nátengt störfum á vinnumarkaðinum mátu ráðningarhæfni sína meiri samanborið við þá sem töldu ekki vera tengsl. Niðurstöður tengdar áhrifum aldurs nemenda og áhrifum stoðþjónustu Náms- og starfsráðgjafar HÍ á ráðningarhæfni nemenda voru hins vegar ekki tölfræðilega marktækar.

Samþykkt: 
  • 13.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33614


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KarenGudm lokaskjal.pdf777.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
YfirlysingSkemma_KarenGudmundsdottir.pdf1.69 MBLokaðurYfirlýsingPDF