is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tölvunarfræðideild / Department of Computer Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33616

Titill: 
  • Hlutun : meðferðartól fyrir lesblinda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari skýrslu er fjallað um B.Sc. lokaverkefni í tölvunarfræði sem unnið var við Háskólann í Reykjavík. Verkefnið ber heitið Hlutun en Hlutun er aðferð til að aðstoða lesblinda við að æfa lestur. Aðferðin felst annars vegar í því að setja aukið bil á milli stafa í orðum en hinsvegar í því að setja aukið bil á milli orða. Höfundur aðferðarinnar, Þorkatla Elín Sigurðardóttir, vann að þróun og rannsóknum á virkni aðferðarinnar í sálfræðinámi sínu frá árinu 2016. Niðurstöður óútgefinna rannsókna hafa bent eindregið til þess að aðferðin hjálpi lesblindum við að lesa hraðar og gera færri villur í lestri.
    Verkefnið var nýsköpunarverkefni og snérist um að hanna og smíða hugbúnað sem myndi gera aðferðina aðgengilegri fyrir höfund hennar ásamt þeim meðferðaraðilum sem kynnu að nýta sér hana í framtíðinni.

Samþykkt: 
  • 14.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33616


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HlutunLokaskyrsla.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna