is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3362

Titill: 
  • Gamalt! Eldra! Elst! Rannsókn á ritmiðlaumfjöllun um fornleifar og fornleifafræði árin 2000-2006
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íslendingar hafa mikinn áhuga á fornleifum og fornleifafræði. Almenningur fær einkum upplýsingar sínar úr fjölmiðlum, sem eru duglegir við að miðla þessu efni. Birtingarmynd fjölmiðlaumfjöllunarinnar getur þó verið á ýmsa vegu og gera má ráð fyrir því að sé efnið tengt Íslendingasögunum er það mun líklegra til að vekja áhuga sem flestra. Í ritgerðinni er tekist á við að greina hvaða efni er helst miðlað til almennings og hvað ekki í þessu samhengi. Skoðað er hvort fornleifafræðingum finnist það almennt nauðsynlegt að vera í góðu sambandi við almenning í gegnum fjölmiðla og hvort þeir geti sjálfir haft áhrif á það sem þar birtist. Þá var kannað hvort nauðsynlegt sé að tengja fornleifafræðiuppgötvanir hérlendis við Íslendingasögurnar til þess að vekja áhuga almennings.
    Flett var upp í ritmiðlum á tímabilinu 2000-2006 og leitað eftir fréttum/greinum/umfjöllun/tilkynningum tengdum fornleifum og fornleifafræði með ákveðnum leitarorðum og þær síðan flokkaðar eftir efni. Fjórar fornleifarannsóknir sem styrktar voru af Kristnihátíðarsjóði voru teknar til frekari skoðunar, þ.e. Hólar í Hjaltadal, Kirkjubæjarklaustur, Skálholt og Skriðuklaustur, auk fornleifarannsóknar við Aðalstræti í Reykjavík. Rætt var við fornleifafræðinga og blaðamenn til að leita svara við þeim spurningum sem settar voru fram í byrjun auk annarra sem upp komu við vinnslu rannsóknarinnar.
    Helstu niðurstöður voru þær að aðallega er verið að miðla upplýsingum um uppgrefti til almennings í gegnum ritmiðla auk annars, m.a. fornleifaskráningu, gripi, styrkveitingar og nám. Munur er á umfjöllun um fornleifar og fornleifafræði eftir stærð og dreifingu ritmiðla og fornleifafræðingar nýta sér fjölmiðla í ýmsum tilgangi og þurfa að reiða sig á stuðning almennings. Ef almenningur les ekkert nema um það „stærsta” og „elsta” er hann engu nær um hvað fornleifafræði raunverulega er. Jákvæð umfjöllun er eitt besta vopnið sem nýtist fornleifafræðingum við fjáröflun fyrir rannsóknir sínar en það er engin lausn að fornleifafræðingar skrifi sjálfir fréttirnar. Hinn almenni lesandi hefur enga faglega þekkingu á viðfangsefninu og fornleifafræðingurinn ætti aldrei að taka yfir starf blaðamannsins frekar en blaðamaðurinn starf fornleifafræðingsins. Þá getur ofnotkun á tengingu Íslendingasagna við fornleifarannsóknir verið skaðleg greininni.

Samþykkt: 
  • 7.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3362


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudrun_Finnsdottir_fixed.pdf567.46 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Gudrun_Finnsdottir_Forsida_fixed.pdf30.84 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Gudrun_Finnsdottir_Samantekt_fixed.pdf35.23 kBOpinnÚtdrátturPDFSkoða/Opna
Gudrun_Finnsdottir_Titilsida_fixed.pdf7.86 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
Gudrun_Finnsdottir_vidauki_fixed.pdf1.78 MBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna