is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33623

Titill: 
  • Öryggistilfinning : verkfæri arkitekta og hönnuða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Öryggi er ein af grundvallarþörfum mannsins og ef okkur líður eins og við séum ekki örugg fer okkur að líða illa. Öryggistilfinning getur þannig haft áhrif á líðan okkar sama hvort við séum í raun og veru örugg eða óörugg. Rými í kringum okkur hafa áhrif á öryggistilfinningu okkar. Flestir eru sammála því að fólki líður ágætlega þegar dagsbirtan er annars vegar en þegar myrkva tekur verður fólk varara um sig. Borgarsinninn Jane Jacobs og arkitektinn Jan Gehl hafa verið áhrifamikil á vettvangi mannlífs í borgum. Því fleiri sem nota almenningsrými því fleiri eru að fylgjast með rýminu og þannig myndast sjálfbært öryggi samfélagsins. Með blandaðri byggð er hægt að virkja mannlíf á götum úti og í leið öryggi almennings. Mismunandi athafnir almennings í almenningsrýmum býr til sterkari borgarbrag. Meðmeð því að efla notkun almennings út á götu og fá hann til að dvelja lengur úti við verður til bæði líflegra og öruggara umhverfi þar sem fólki líður eins og það sé öruggt. Verkfæri arkitekta og hönnuða eru gríðarlega valdamikil þegar kemur að hönnun m.t.t. líðan fólks. Það þarf að vekja arkitekta sem og aðra hönnuði til meðvitundar um ábyrgð þeirra og mikilvægi þess að nýta þá þekkingu sem til staðar er og notfæra sé þau verkfæri sem þeir eru með í höndunum.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33623


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd BA - Adalbjorg Yr Thoroddsen.pdf1.19 MBLokaðurHeildartextiPDF