is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33626

Titill: 
  • Góður staður til að eyða eftirmiðdegi, jafnvel eilífð : hlutverk og mikilvægi grafreita Reykjavíkur í borgarumhverfinu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í tilvist hvers manns er fátt vitað fyrirfram. Þó er víst að dauðinn er óumflýjanlegur. Allt samfélagið hefur þannig á einn eða annan hátt tengingu við grafreiti landsins. Í þessari ritgerð eru þessar tengingar skilgreindar og gerð grein fyrir mikilvægi grafreita Reykjavíkur í borgarumhverfinu. Samhliða hækkandi lóðaverði innan borgarmarka og þéttingu byggðar er áhugavert að taka til skoðunar tilverurétt grafreita í borgarumhverfinu. Upplifun af grafreitum er persónubundin og væntingar til grafreita samkvæmt því. Rými grafreita verður skoðað út frá kenningum heimspekinga sem hafa látið sig tilvist mannsins á jörðinni varða, dauðann og rýmin sem honum tengjast. Viðhorf til dauðans og tengsl samfélagsins við grafreiti hafa breyst mikið í nútímanum. Dauðinn hefur að mestu leyti færst út af heimilum inn á stofnanir og grafreitir út í jaðar byggðarkjarna. Samhliða því hefur dauðinn færst úr hversdagsleikanum og sorgarferlið sem dauðanum fylgir tekið miklum breytingum. Þessar breytingar og áhrif þeirra á notkun grafreita Reykjavíkur verða skoðaðar ásamt því að gerð verður grein fyrir áætlaðri endurskipulagningu grafreita Reykjavíkur til að auðga garðana lífi og með því, færa dauðann nær hversdagsleikanum á ný.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33626


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAFinalTheRealMe.pdf391,9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna