is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33628

Titill: 
  • „Hvað ef ég sé ekki neitt?“
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið er ritgerð til BA-prófs í arkitektúr við Listaháskóla Íslands. Viðfangsefni ritgerðarinnar er algild hönnun með tilliti til sjónskertra og blindra, þar sem tekið er tillit til margbreytilega samfélagsins og unnið út frá því að allir geti notið bygginga og rýma óháð aðstæðum. Einblínt er á blinda og sjónskerta í þessu verkefni og hvernig þeir upplifa aðstæður og umhverfi í gengum önnur skynfæri en sjónina og að hverju þurfi að huga við hönnun rýma fyrir þennan hóp. Í fyrri hluta verkefnisins er hugtakið algild hönnun skilgreint og hvað felst í því að vera blindur eða sjónskertur. Farið er yfir mikilvægi þess að byggingar sem ætlaðar eru fyrir almenning séu hannaðar þannig að aðgengi sé fyrir alla og auðvelt að komast á eigin spýtur í gegnum rými og sérstök áhersla lögð á þennan hóp. Sérstaklega er farið yfir aðstæður í Sundhöll Reykjavíkur og hvernig rýmin þar standast þær kröfur sem gerðar eru til algildrar hönnunar m.t.t. þeirra sem eiga við blindu eða sjónskerðingu að ræða. Nýlega er búið að gera miklar endurbætur á þessu gamla húsi sem er friðlýst og það gerði endurbæturnar mun flóknari en ella í sumum rýmum. Auk almennrar skoðunar á málefninu voru tekin viðtöl við tvo einstaklinga varðandi þessi mál, annan sjónskertan og hinn alblindan, en einungis eitt prósent þeirra sem teljast blindir eru alblindir, sem þýðir að viðkomandi greinir ekki birtu. Þessi viðtöl skýrðu mjög margt varðandi aðgengismál og upplifun hópsins og opnuðu augu undirritaðs sem tilvonandi arkitekts varðandi það hversu miklu máli skiptir að tekið sé tillit til allra hópa samfélagsins. Hér var leitast við að svara því hvort mögulega sé hægt að skapa betri arkitektúr ef hannað er með tilliti til blindra og sjónskertra og að mati höfundar er það óumdeilanlegt. Einstaklingar sem eru blindir eða sjónskertir læra inná byggingar með tímanum en það væri frábært ef blindir og sjónskertir gætu gengið inn í byggingu í fyrsta sinn og fundið fyrir öryggi og vellíðan í ferðalagi sínu innan hennar.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33628


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Baldur Haraldsson BA ritgerð.pdf314.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna