en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3363

Title: 
  • Title is in Icelandic Fjölskyldur fatlaðra barna af erlendum uppruna á Íslandi: Hvað hindrar og hvað hjálpar þeim að takast á við aðstæður sínar?
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Ritgerð þessi byggir á rannsókn um fjölskyldur fatlaðra barna af erlendum uppruna á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að afla þekkingar á því hvernig erlendir foreldrar upplifa það að vera í nýju landi við nýjar menningar- og félagslegar aðstæður, og takast jafnframt á við það að eiga fatlað barn. Rannsóknin beindist að fjórum fjölskyldum af erlendum uppruna sem eiga fjölfötluð börn. Rannsóknargagna var aflað með því að taka opin viðtöl við foreldra barnanna fjögurra þar sem foreldrarnir voru beðnir að segja frá reynslu sinni af því að vera útlendingar með fatlað barn í íslensku samfélagi. Einnig voru tekin viðtöl við þrjár fagmenneskjur sem unnu með þessum sömu erlendu börnum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu sterkt tvö meginþemu sem höfðu mikil áhrif á aðstæður fjölskyldnanna. Hið fyrra var þjónusta en í rannsókninni kom fram að þjónusta við fötluð börn hér á landi er meiri, betri og ódýrari en í heimalöndum fjölskyldnanna. Þessi þáttur var því mikil hjálp fyrir erlendu foreldrana og fötluð börn þeirra. Seinna þemað var samskipti en í ljós kom að tungumálaerfiðleikar í nýju landi og erfiðleikar í samskiptum voru helsta hindrunin sem foreldrarnir mættu ásamt því að búa fjarri fjölskyldu og vinum.

Accepted: 
  • Oct 7, 2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3363


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Elisabet_Stephensen_fixed.pdf435.28 kBOpenHeildartextiPDFView/Open