is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33630

Titill: 
  • Lágmarksíbúð : hversu lítið getum við búið?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Á þessum tímum, í þeirri húsnæðiskreppu sem nú ríkir er tækifæri til þess að leita á ný mið og finna leiðir til þess að uppfylla kröfur samtímans. Nýjar lausnir eru forsenda framþróunar og hvetja til nýsköpunar í uppbyggingu samfélagsins. Í ritgerðinni er hugmyndin um lágmarksíbúð skoðuð, kostir og gallar þess að byggja sem smæst með áherslu á mikilvægi hvers fermetra. Lágmarksíbúðir hafa augljósan hagfræðilegan, vistfræðilegan og lýðfræðilegan ávinning en félagslegur ávinningur lágmarksíbúða hefur ekki síður beina tengingu. Hvernig arkitektar hanna hið byggða umhverfi hefur bein áhrif á hegðun manna, andlega- og líkamlega heilsu, lífsgæði þeirra og félagslega virkni. Með vistvæni og sjálfbærni að leiðarljósi er nú horft á skipulag höfuðborgarinnar og stefnt að þéttari, blandaðri byggð á næstu árum. Á þessum tímamótum gefst okkur tækifæri til þess að finna nýja möguleika og skapa nýja sýn á hvað það er sem felst í því að búa, lifa, eiga heima og dvelja. Okkur gefst tækifæri til þess að breyta hugarfari og áherslum, sýn okkar á eignarhaldi, hlutverki, eðli og virkni húsnæðis, með fjölbreyttar þarfir einstaklinga í huga. Hér heyrast háværar raddir um að hverfa þurfi frá þeirri hugsun Íslendinga að gæði séu sköpuð með stærð. Margir fermetrar eru ekki endilega góðir fermetrar heldur veitir vel skipulagt rými sem sniðið er að einstaklingnum ánægju og vellíðan. Áhersla ætti að vera á að draga fram sjónarhorn íbúa og þarfir þeirra. Landið okkar er stórt, lítið af því byggt og mikið af því byggða mætti skilgreina betur. Samfélagið setur fram kröfur og það er hlutverk okkar að bregðast við þeim.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33630


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Ritgerðin - pdf.pdf795,86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna