is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33632

Titill: 
  • Hughrif í manngerðu umhverfi : greining persónulegra upplifana
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um þátt upplifunar á grunni fyrirbærafræði í tengslum við manngert umhverfi, einkum byggingar. Þá staðreynd að fleira hefur áhrif á notagildi og líðan en mælanlegir eða staðlaðir þættir. Höfundur beitir þeirri aðferð að nota sig sjálfa og sína reynslu til að greina tilfinningar sínar og upplifanir gagnvart mismunandi byggingum í sínu hversdagslega lífi á Íslandi. Sem drög að persónulegum greiningarlykli tekur hún fyrir æskuheimili sitt og þá reynslu sem þar situr eftir sem sterk minning. Vitnað er til kenninga fræðimanna á þessu sviði og leitast við að máta þær við persónulega reynslu. Helstu niðurstöður þessarar skoðunar eru í stuttu máli þær að hinn huglægi þáttur sem tengist hönnun og sköpun yfirhöfuð sé mikilvægur og kannski það sem mestu skiptir. Hins vegar verður það eilíft viðfangsefni sem ávallt verður eins og innan seilingar en næst samt aldrei að fanga til fulls. Hver einstaklingur er einstakur og reynsla hans og túlkun á veruleikanum verður aldrei alveg felld í sameiginlegt mót.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33632


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_lokaritgerd_fanney_ark.pdf271.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna