is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33634

Titill: 
  • Minna er meira : umhverfisvæn hönnun innri rými heimila
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Efni þessara ritgerðar fjallar um hvernig má sporna við húsgagnakaupum inn á heimili með sniðugari innri rýmishönnun arkitekta. Fjallað verður um hugmyndina út frá hönnun Högnu Sigurðardóttur en það einkennir þau einbýlishús sem hún teiknaði hér á landi að þar eru að finna húsgögn byggð með húsunum og hefur það meðal annars sparað húsgagnakaup eigenda. Í dag eru umhverfismál stór partur af hönnunarferli arkitekta og hefur það aukist að hönnuðir reyni að sporna við neikvæðum áhrifum á umhverfið í verkum sínum. Iðnaður eins og húsgagnaiðnaður, meðal annars, hefur haft slæm áhrif á umhverfið og í kjölfarið hefur fjöldaframleiðsla fengið á sig vont orðspor. Neysluhyggja jókst með fjöldaframleiðslunni og hefur í gegnum tíðina mótast sú neyslumenning sem við þekkjum í dag. Módernismar tóku fagnandi þróun tækninnar en ávallt átti samkvæmt þeim að taka fjöldaframleiðslu með varkárni og gættu þeir þess að hönnunarvörur misstu ekki gæðin þó þær væru fjöldaframleiddar. Miklar breytingar voru á hýbílaháttum í hinu vestræna samfélagi á eftirstríðsárunum og módernistar einbeittu sér að finna sniðugar og hagkvæmar lausnir fyrir hönnun heimila. Á heimilum þess tíma mátti finna fá, stílhrein og vel valin húsgögn en lítið var um skraut. Unnið var í sniðugum lausnum eins og að byggja inn innréttingar og húsgögn, það þótti spara pláss og auðvelda hreinlæti. Einföldun á heimilum hefur þróast enn lengra og mínimalismi sem lífsstíll hvetur fólk til að afneyta þeirri neyslumenningu sem við lifum í, í dag. Ef tekin er hönnun Högnu til fyrirmyndar er vel hægt að sporna við húsgagnakaupum og jafnframt minnka neikvæð áhrif á umhverfið vegna fjöldaframleiðsluiðnaðs.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33634


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Minna er meira. Umhverfisvæn hönnun innri rými heimila.pdf5.18 MBLokaðurHeildartextiPDF