Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33638
Í þessari ritgerð er fjallað um núvitund mannsins í borgarumhverfi og hvernig áhrif arkitekt getur haft á samfélag manna. Hvað það er sem arkitekt hugsar þegar hann hannar byggingu, er hann að hugsa í takt við fólkið eða umhverfið? Til að svara þessum spurningum studdist höfundur m.s. við bókina, The Concise Townscape, eftir Gordon Cullen. Gordon Cullen kynnir okkur fyrir hugtökum á borði við endurtekna sýn (e. Serial vision) og víkjandi stöðu (e. Concerning place), í því samhengi mun höfundur fjalla um þessi hugtök og tengja við manninn umhverfi hans og því hlutverki sem hann þjónar. Höfundur vitnar í Kevin Lynch, sem útskýrir m.a. lykilþætti sem skapa gott borgarumhverfi og stuðla að vellíðan mannsins. Mikilvægir þættir eru m.a. skýrleiki og læsileiki í umhverfinu. Annar arkitektúr sem kemur við sögu í ritgerðinni er, Sarah Robinson, sem skrifaði bókin, Mind In Architecture, ásamt þverfaglegu sérfræðingateymi. Að lokum skoða ég hvernig arkitektinn, Jan Gehl, tengir saman sálfræði og arkitektúr og hvernig það samspil getur skipt sköpum í hönnun í borgarumhverfi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Núvitund í arkitektúr - Hera Björk Mordal.2.pdf | 280,96 kB | Lokaður | Heildartexti |