is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33640

Titill: 
  • Hvað er Snjallborgin Reykjavík? : Eru snjallborgir hinar nýju framtíðarborgir?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í kjölfar aukinna fólksflutninga til borga heimsins hafa stjórnvöld meðal annars þurft að grípa til aðgerða og gera vissar ráðstafanir. Mikil mengun, umferð akandi, hjólandi og gangandi vegfarenda hefur aukist gríðarlega og hafa borgir því leitast eftir nýjum leiðum í átt að sjálfbærni, vistvæni og snjöllum lausnum. Margar þeirra hafa því innleitt snjallborgar-hugtakið á þessum tilteknu forsendum. Hugmyndir um snjallborgir (e. Smart Cities) og framtíðarborgir (e. Future Cities) eiga rætur að rekja aftur um nokkra áratugi. Snjallborgir hafa verið byggðar víðsvegar um heiminn, í kjölfar veigamikillar tækniþróunar og breyttra tíma. Borgir hafa bæði verið snjallvæddar að hluta og byggðar frá grunni, með snjallborgar-hugtakið að leiðarljósi. Stærsta snjallborg heims er Masdar í Abu Dhabi, en hún var byggð upp frá grunni við jaðar borgarinnar og hefur orðið að einskonar úthverfi. Stavanger er frábrugðið dæmi snjallborgar en hún er borg sem snjallvædd hefur verið í litlum skrefum. Snjallvæðingu telja sumir þó vera óhjákvæmilega þróun í skipulagi borga á meðan aðrir vara við þeirri öru tækniþróun sem á sér stað í heiminum í dag. Arkitektar, og annað fagfólk, hefur í gegnum tíðina komið á framfæri hugmyndum sínum um framtíðarborgir og svo virðist sem framtíðarborgarhugtakið komi upp öðru hverju sem viðbragð við krefjandi áskorunum samfélagsins.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33640


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Ritgerd_Julia_Brekkan_Ark.pdf531.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna