en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Iceland University of the Arts > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/33644

Title: 
  • Title is in Icelandic Náttúrusýn til framtíðar : náttúrusiðfræði og arkitektúr
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Loftslagsbreytingar hafa valdið því að mannkynið þarf að fara í naflaskoðun varðandi viðhorf sín til náttúrunnar. Sumir telja að hægt sé að halda í núverandi viðhorf okkar til hennar, samhliða því að bæta þann skaða sem umhverfing manna á náttúrunni hefur orsakað. Aðrir telja að hér þurfum við á róttækum, umfangsmiklum breytingum að halda eins fljótt og auðið er. Umræðan um þetta er afar áberandi um þessar mundir og kemur arkitektum svo sannarlega við. Í þessari ritgerð verður kannað hvort arkitektar ættu að gæta hagsmuna náttúru, líkt og þeir gæta hagsmuna mannfólksins, og hvort þeir eigi jafnvel að vera leiðandi afl í umhverfis- og náttúruvernd.
    Sjónum er beint að viðhorfum mannsins gagnvart náttúrunni og hvers vegna við stöndum frammi fyrir þeim víðtæku loftslagsbreytingum sem þegar hafa gert vart við sig. Hugtökin náttúra og umhverfi eru tekin til umfjöllunar og skilgreind og þau notuð til að gera greinarmun á náttúruvernd, umhverfisvernd og sjálfbærri þróun. Horft er til náttúrusiðfræði og fjallað um tvenns konar grunnviðhorf varðandi samband manns og náttúru – mannhverf viðhorf og náttúruhverf viðhorf. Í því samhengi er kannað hvaða viðhorf einkenna umfjöllun um umhverfis- og náttúruvernd hér á landi, til dæmis í rammaáætlun og Hvítbók um náttúruvernd. Einnig er litið til annarra viðhorfa svo sem hugmynda um tvíhyggju, kvenlægrar vistfræði, hugmyndafræði hins kristna menningarheims og loks hjátrúar á borð við álfatrú. Að lokum er athugað hvernig breyttur hugsunarháttur getur unnið gegn þessari skaðlegu þróun með áherslu á mögulegar breytingar á hlutverki arkitekta í umhverfis- og náttúruvernd. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að arkitektar ættu að vera leiðandi afl í umhverfis- og náttúruvernd og hvetja til breyttra viðhorfa gagnvart náttúrunni.

Accepted: 
  • Jun 18, 2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33644


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaritgerd.pdf369.09 kBOpenComplete TextPDFView/Open