is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33651

Titill: 
  • Íslenska ullin í tísku : hvaða möguleika á íslenska ullin í fatagerð og hafa eiginleikar eða gæði hennar áhrif á hráefnisval fatahönnuða?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um íslensku ullina, eiginleika hennar, gæði og möguleika á innlendum tískumarkaði. Því er velt upp hvaða þýðingu það hefur að íslensk ull sé í tísku og að tala um ullarvöru sem tískuvöru. Farið er yfir sögu ullariðnaðar á Íslandi og hver staða hans er í dag. Íslenskur ullariðnaður hefur verið á niðurleið undanfarið og reynt verður að komast að niðurstöðu um hvernig hægt er að sporna við þeirri þróun. Mjög einhæfður framleiðslukostur á fataefni er eftir í landinu sem einskorðast við prjón og er það vert að skoða í samhengi við vinsældir ullarfatnaðar á Íslandi, jafnvel væri hægt að endurvekja vefiðnað landsins. Varpað er ljósi á sveiflur ullarinnar í vinsældum á meðal hönnuða og hvað þættir hafa áhrif þegar kemur að því að velja hráefni í tískuvörur úr ull. Lítil þróun hefur verið á íslensku ullarbandi síðustu áratugi en sýnt verður fram á að ullin býr yfir sérstöðu og fjölbreytileika í framleiðslu sem ekki er verið að nýta til fulls í dag. Viðtöl við hönnuði og starfsfólk í ullariðnaði sýndu fram á að hér er til staðar áhugi fyrir íslensku ullinni. Ásamt viðtölum hefur verið skrifað mikið um þetta hráefni enda var það ein forsenda þess að land byggðist og fólk gat lifað við þær aðstæður sem hér eru. Höfundur fékk innsýn inn í iðnaðinn í gegnum viðmælendur, þar kom fram að það sé mikilvægt að missa ekki alla heimaframleiðslu og halda áfram að vinna úr íslenskri ull. Ullarvinnsla býður upp á góða möguleika í sjálfbærri framleiðslu með tilliti til umhverfissjónarmiða. Einn möguleiki til þess að huga að betri nýtingu á íslenskri ull væri að koma á vettvangi fyrir samvinnu allra þeirra sem koma að ullarræktun- og vinnslu, á milli sauðfjárbænda, iðnaðarins og fatahönnuða. Einnig er það ályktun höfundar að það sé mikilvægt að festast ekki í gömlum hefðum tóvinnslu heldur leyfa sköpunargleði og nýjungum að lyfta íslenskri upp sem tískuvöru.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33651


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ba ritg. - islenska ullin i tisku.pdf20.99 MBLokaðurHeildartextiPDF