Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33653
Harajuku í Tokyo er þekkt fyrir að vera eitt mesta tískuhverfi í heiminum. Í þessari ritgerð er fjallað um upphafið af „streetwear“ senunni sem byrjaði þar á tíunda áratugnum og hvernig hún spilaði lykilhlutverk í að gera „streetwear“ að því sem það er í dag. Efnið er skoðað út frá því hvernig stefnur og straumar breiðast út um heiminn og hvaða þættir eiga þátt í því. Fjallað er um feril Hiroshi Fujiwara, Jun Takahashi og Nigo en þeir voru allir brautryðjendur í þessari senu. Hiroshi Fujiwara er þekktur fyrir að vera forfaðir „streetwear„ senunnar innan Harajuku. Nigo stofnaði plötuútgáfu samhliða merkinu sínu „a Bathing Ape“ og Jun Takahashi fór frá því að prenta boli yfir í það að vera stórt nafn á tískuvikunni í París. Það má sjá skýr dæmi um það hvernig þeir hafa haft áhrif þegar litið er á ferilinn þeirra. Fujiwara og Nigo hafa starfað með stórum fyrirtækum og áhrifamiklum tónlistarmönnum og Takahashi hefur hrist upp í viðmiðum innan tískusenunnar í París. Samspil tísku og tónlistar er tekið fyrir og hvernig þessi nýja bylgja af „streetwear“ hafði áhrif á hip-hop tísku innan Bandaríkjanna og seinna meir áhrif á stærstu tískuhúsin í heiminum. Fjallað er um hvernig viðmót stærstu tískuhúsanna hefur breyst gangvart „streetwear“ á síðustu áratugum og hvernig það varð að leiðandi afli innan tískunnar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ritgerð til BA-prófs Sigmundur.pdf | 1,97 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |