is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33655

Titill: 
  • Sjálfbær fataiðnaður : er það möguleiki?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um fataiðnaðinn, sjálfbærni og þeirri spurningu varpað fram hvort það sé möguleiki á að laga iðnaðinn svo hann geti orðið sjálfbær.
    Sjálfbærni er varðveisla lífsins með vistfræðilegu jafnvægi. Það er kerfi sem tekur ekki meira frá umhverfinu en það getur gefið til baka með því að vernda auðlindir og viðhalda sér sjálft. Fata- og textíliðnaðurinn er ein af stærstu atvinnugreinum heims og getur því framleiðsluferli innan iðnaðarins verið mjög mengandi. Þar með geta fáar vörur uppfyllt skilyrði hugtaksins. Með tilkomu hraðtísku hefur framleiðsla á fatnaði hér um bil tvöfaldast á undanförnum 15 árum og á innað við ári sé helmingi af hraðtísku fatnaði, sem framleiddur er, fargað. Innan iðnaðarins finnast bæði umhverfis og samfélagsleg vandamál. Einblítt verður á kerfi sem gætu stuðlað að bættum iðnaði og farið verður yfir nokkur atriði sem gætu fært iðnaðinn nær sjálfbærni. Með aukinni sókn hægtísku hefur iðnaðurinn tekið við sér, en hægtíska er nokkurskonar mótsögn við hraðtísku og snýr að breytingum hvað varðar hraða iðnaðarins. Hægtíska kemur einnig inn á siðferðistísku, vistvæna tísku og langtímatísku. Vandamál iðnaðarins verða þó ekki leyst á einni nóttu þar sem þau gildi sem þurfa að breytast innan iðnaðarins eru margþætt og því þyrfti að vinna að þeim sem einni heild ef vernda á auðlindir jarðar. Ávinningur samfélagsins og umhverfis er þó gífurlegur þegar siðferðis, vistvæni og langtíma notkunar innan tískunnar er gætt.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33655


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð til BA-prófs.pdf1.07 MBLokaðurHeildartextiPDF