en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3366

Title: 
  • Title is in Icelandic Leikhúsmarkaðurinn: Viðhorf og mat leikhúsgesta Borgarleikhússins
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari rannsókn var athugað viðhorf og mat leikhúsgesta Borgarleikhússins til Borgarleikhússins og leikhúsmarkaðarins. Meðal annars var kannað hvernig leiksýningar leikhúsgestir fara á, hvað hefur áhrif á val þeirra (kynningarstarf, umfjöllun, auglýsingar og fleira), hvernig aðstaðan er hjá Borgarleikhúsinu, hvernig Borgarleikhúsið er borið saman við önnur leikhús og hver neysluhegðun leikhúsgesta er. Úrtakið var 218 leikhúsgestir Borgarleikhússins. Þátttakendur svöruðu spurningarlista með 28 spurningum og sjö bakgrunns-spurningum. Viðhorf til Borgarleikhússins var almennt gott og reynsla leikhúsgesta af leikhúsinu yfir höfuð mjög góð. Leikhúsgestir sögðust fylgjast frekar vel með því sem er að gerast í Borgarleikhúsinu og sögðust þeir taka mest eftir umfjöllun um leikhúsið í dagblöðum og sjónvarpi. Meirihluti gesta Borgarleikhússins var í eldri kantinum, búsettur á höfuðborgarsvæðinu, með betri menntun, hærri tekjur og vinstri sinnaður í stjórnmálum.

Accepted: 
  • Oct 10, 2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3366


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Alfhildur_og_Iris_fixed.pdf951.96 kBOpenHeildartextiPDFView/Open