is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33660

Titill: 
  • Fall hins skrúðuga manns : hví hurfu skreytingar úr klæðnaði karla og er möguleiki á endurkomu hins skrúðuga manns?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Herraklæðnaður er áhugavert fyrirbæri að skoða, sterkar hefðir ríkja í klæðnaði karla og hefur kynjatvíhyggja og karlmennskuímyndir gífurleg áhrif á klæðaval. Skreytingar karlmanna, klænaður og útlit sem kvennlegt þykir er tabú í okkar samfélagi og hefur verið svo lengi. Ritgerðin fjallar um skreytingar í klæðnaði karla, á 17. og 18. öld voru miklar skreytingar í klæðnaði karla af efri stéttum, hvers vegna hurfu skreytingar nær alveg úr fataskáp karla um 19. öldina? Hvaða þættir eru það helst sem áhrif hafa á karlklæðnað, hversu inngrónar eru hugmyndir samfélagsins um karlklæðnað og meigum við eiga von á endurkomu hins skrúðuga manns? Stéttaskipting og karlmennskuímyndir hafa mikil áhrif á klæðnað karla. Á 17. og 18. öld þegar breitt bil var á milli stétta skipti það efri stéttina miklu máli að aðgreina sig frá þeim lægri, ein helsta leið efristéttarinnar til þessa var að klæðast og umkringja sig auði sínum. Skreytingar í klæðnaði og skartgripaburður var merki um virðingu og völd einstaklings þar sem dýrmætt skart var notað til að skilgreina stöðu einstklingsins, td. hermanna innan síns samfélags. Skartgripir voru einnig notaðir sem gjafir manna á milli sem merki um hollustu og virðingu. Með þeim miklu samfélagsbreytingum sem áttu sér stað frá upphafi 19. aldar í kjölfar iðnbyltingarinnar varð vending í herraklænaði þar sem að skreytingar hurfu. Fleiri stéttir urðu til og varð vinnusemi stór hluti af karlmennskuímyndum, vegna þessa varð klænaður hamlandi klæðnaðar og tísku álitin merki um mann sem uppfyllti ekki kröfur karlmennskunnar í vinnuframlagi. Áhrif þessara viðhorfbreytinga virðast enn vera til staðar og hefur herratískan breyst lítið og hægt síðan. Í ritgerðinni verður farið yfir sögu herraklænaðar með áherslu á skreytingar og kvennlegt yfirbragð, reynt verður að leitast svara við áhrifum karlmennsku og stéttaskiptingar á karlaklænað, breytingar í samfélagsviðhorfum síðustu ára verða skoðuð og hver framtíð karlaklænaðar er og hvort karlmenn munu fá meira frelsi til skreytinga?

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33660


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fall hins skrúðuga manns.pdf1.8 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna