Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/33662
Tóbak drepur helming neytenda þess og drepur meira en 7 milljón manns á ári hverju. Neysla tóbaks er einnig samfélagsmein, þar sem reykingamenn deyja fyrr og leggja því aukna fjárhagslega ábyrgð á eftirlifandi fjölskyldumeðlimi. Í heimi þar sem tóbaksfyrirtækjum er bannað að auglýsa sig verður hönnun sígarettupakka eina tenging þeirra við neytendur. Af hverju hefur pakkinn þennan mátt að láta fólk taka ákvarðanir gegn eigin skynsemi? Reynt verður að svara þessari spurningu með því að rýna í hönnun Marlboro pakkans, vinsælustu sígarettutegund í heimi. Skoðað verður samfélagslegt og sögulegt samhengi. Stuðst verður við hönnunarlega rýni, markaðsrannsóknir og litasálfræði til að komast að því, hvernig þessi skaðlega munaðarvara hefur náð að viðhalda vinsældum sínum á þessum upplýstu tímum. Síðan verða önnur afbrigði af Marlboro notuð til að leiða ritgerðina í gegnum tímalínu og sýna hvernig Philip Morris, framleiðandi Marlboro, hefur beitt brögðum til þess að aðlagast breyttum tímum og meðvitund almennings um skaðsemi vörunnar. Rannsókn á þessu viðfangsefni hefur opnað augu mín fyrir hversu berskjaldaður maður er fyrir blekkingum í hönnun umbúða. Niðurstaðan er sú að hönnun Marlboro pakkans nær taki á neytendum sem halda síðan tryggðarböndum við tegundina. Hönnun pakkans nær þessum áhrifum með litavali, leturvali, formum og myndmáli. Pakkinn blekkir neytendur með því að nota skjaldamerki og konunglegt myndmál sem veldur hugrenningartengslum við æðri stéttir. Einnig er stuðst við villandi orðnotkun og litaval sem telur fólki trú um að sum afbrigði af sígarettutegundum sé skaðminni en önnur.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Arnar Helgi - Honnun Marlboro pakkans.pdf | 391.55 kB | Open | Complete Text | View/Open |