is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33668

Titill: 
  • Merki björgunarsveita á Íslandi : staða á grafísku útliti innan félagsstarfs sjálfboðaliða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á Íslandi eru starfræktar margar björgunarsveitir og hefur skapast hefð fyrir því að þær beri sitt eigið merki. Merki björgunarsveitanna á Íslandi eru því mörg og notkun þeirra af ýmsum toga. Þau eru notuð á farartæki, einkennisbúninga og aðra smáhluti svo sem auglýsingar og annað útgefið efni. Þeim er einnig gjarnan flaggað í húsakynnum tiltekinnar björgunarsveitar. Hér verða öll þessi merki tekin saman, þau flokkuð og greind. Í fyrsta kafla ritgerðarinnar er fjallað um stofnun Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem varð til við sameiningu Slysavarnafélags Íslands og Landsbjargar. Er þar varpað ljósi á það af hverju björgunarsveitirnar eru svona margar á Íslandi. Í öðrum kafla er tilgangur og hönnunarmöguleikar merkja skoðaðir ásamt notkunarleiðum og táknfræði. Nauðsynlegt er að skilja hlutverk og notkun merkja áður en farið er í að skoða merki björgunarsveitanna sem eru kynnt til leiks í kafla þrjú. Þar eru þau flokkuð niður í sex flokka eftir landshlutum. Hver flokkur er tekinn saman og sameiginlegir eða áhugaverðir þættir merkja innan þess flokks útlistaðir. Í kafla fjögur er auk þess dregin upp mynd þeirra merkja sem eiga sameiginleg tákn, óháð landfræðilegri staðsetningu. Grafískt útlit helst í hendur við merki og merkjanotkun og í kafla fimm eru stofnanir sem starfa á sviði almannavarna skoðaðar með tilliti til þess. Gerður er samanburður milli þeirra og björgunarsveita. Velt verður vöngum yfir stöðu merkinga á bifreiðum og einkennisfatnaði og hvað megi betur fara í þeim málum. Mikill fjölbreytileiki í merkjum og ósamræmi í útliti, hjá félagi sem gegnir jafn veigamiklu hlutverki og almannavarnir eru, getur skapað vanda. Þróun í rétta átt hefur átt sér stað og er ástandið mun betra í dag en það var áður fyrr. Alltaf má þó gera betur og taka hlutina lengra.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33668


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Merki_Bjorgunarsveita_BjornSnaerLove.pdf28.9 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna