Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33672
Ritgerð þessi fjallar um starf grafískra hönnuða og þau áhrif sem starf þeirra getur haft. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er litið til sjónrænnar nálgunnar og farið yfir nokkur af þeim helstu þáttum sem grafískir hönnuðir þurfa að hafa í huga við hönnun og miðlun upplýsinga. Eru þau umfjöllunarefni sem farið verður yfir meðal annars: letur, litir, tákn, flokkun upplýsinga og athygli notenda. Auk þess fjallar höfundur um það samfélags- og menningarlega hlutverk sem grafískir hönnuðir gegna og þá ábyrgð sem hönnun innan þessa sviðs fylgir, sem sjónrænt form samskipta. Er markmið þessarar ritgerðar að svara þeirri spurningu: þegar að túlkun, upplifun og miðlun upplýsinga kemur, hafa grafískir hönnuðir sem einstaklingar áhrif? Leiðir umfjöllun þessarar ritgerðar í ljós að svo sé, en bendir á að ekki þarf langt að leyta til þess að finna dæmi um verkefni þar sem þau áhrif eru vannýtt eða jafnvel vanmetin. Er það niðurstaða höfundar að það sé hlutverk grafískra hönnuða að horfa til þeirra afleiðinga sem þeir hafa með sinni vinnu, taka þeim áskorunum sem þeim fylgir opnum örmum og nýta þau fræði og þá þekkingu sem við búum yfir til þess að hefja fag grafískrar hönnunar upp á
næsta þrep.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hlutverk og ábyrgð grafískra hönnuða, Helena Rut Sveinsdóttir, Listaháskóli Íslands.pdf | 15,5 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |