is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33677

Titill: 
  • Þróun auglýsinga : birting vörunnar og áhrif nýrra miðla á inntak og útlit auglýsinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Auglýsingar eru út um allt og hafa áhrif á okkar daglega líf hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þær hafa verið til frá örófi alda en í upphafi voru þær aðeins hrópaðar tilkynningar á götum úti. Eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk hófst mikið blómaskeið í auglýsingaheiminum og hefur 6. áratugur síðustu aldar verið nefndur gullöld auglýsinga í Ameríku. Það sem einkenndi auglýsingar þess tíma var að söluvaran var alltaf í forgrunni og markmið auglýsenda var eingöngu það að selja sem mest. Með tímanum hafa aðrir þættir fengið meira rými í auglýsingum sem sérstaklega verður fjallað um í þessari ritgerð. Skoðað verður hvers vegna auglýsingar sýna eitthvað ótengt vörunni sjálfri, eitthvað sem skilst ekki, hneykslar eða veldur hræðslu. Sjónum verður beint að sýnileika fyrirtækjanna sem auglýsa og hvað þau standa fyrir auk hugtaka eins og vörumerkjavitund og ímyndarsköpun. Einnig er fjallað um þátt neytenda og völdin sem þeir hafa, ekki síst með tilkomu samfélagsmiðla og áhrifavalda. Að lokum er athyglinni beint að gerð og gæðum auglýsinga á samfélagsmiðlum og stöðu grafískrar hönnunar innan þess sviðs með hliðsjón af framtíðinni. Neytendur dagsins í dag efast í auknum mæli um sannleiksgildi auglýsinga og eiga auðveldara með forðast þær þrátt fyrir að þær birtist á fleiri vígstöðvum en á árum áður. Þeir geta á einfaldan hátt nálgast óháðar upplýsingar um tilteknar vörur á netinu og skoðun næsta manns skiptir meira máli en auglýsing framleiðandans. Því er mikilvægt fyrir auglýsendur að vinna sér inn traust neytenda, til dæmis með því að virkja þá til þátttöku.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33677


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ba-ritgerd-hugrunlena.pdf650.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna