Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33678
Veðrið bergmálar í samtölum. Allir hafa skoðanir á því og það ber á góma oftar en við gerum okkur grein fyrir. Veðrið getur haft afdrifarík áhrif á okkur en við reynum að lágmarka áhrif þess á hversdagsleikann. Tilfinningin fyrir veðri felst ekki einungis í því sem við sjáum heldur einnig í því hvernig við upplifum og vinnum úr því sem mætir okkur – líkt og í lífinu sjálfu. Bókverkið Veðrabrigði fjallar um veður í mannlegu og ljóðrænu samhengi, baráttu andstæðra póla, áhrif þess á sálarlíf okkar og hugarfar og hvernig það fléttast inn í líf okkar í gegnum tungumálið og reynslu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
greinargerd-hugrunlena.pdf | 145,3 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |