is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33679

Titill: 
  • & hvað?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um þróun og sögu tengilykkjunar, allt frá upphafi hennar og yfir í ýmsa notkun hennar í samtímanum. Í fyrsta kafla ritgerðarinnar eru samsteypur í týpógrafíu kynntar og farið verður í sögu þeirra. Þá er farið í mismunandi samsteypur og þær eru útskýrðar lauslega. Í öðrum kafla er fjallað farið í sögu stafrófsins og hin ýmsu skriftarkerfi. Farið verður nokkuð ítarlega í hin mörgu Rómversku skriftarkerfi en það var akkurat þar sem tengilykkan varð til. Í þriðja kafla er svo fjallað um þróun tengilykkjunar, en ekki tók hún bara breytingum í útlit heldur einnig notkun. Í fjórða kafla er farið í notkun táknsins. Fjallað er ekki bara um reglur á notkun tengilykkjunnar heldur einnig hvar hún birtist okkur í dag. Það eru fá tákn sem við notum í okkar daglega lífi sem tekið hafa jafn miklum breytingum í gegnum tíðina. Allt frá mikilli fjölbreytni í útliti yfir í breytingar á vinsældum og notkun. Tengilykkjan byrjaði sem hagkvæm laus, annað hvort til þess að afkasta meiru í skrifum eða til þess að spara pláss. Í dag er hún hins vegar verkfæri stærstu vörumerkja heims. Á tíma var tengilykkjan rótgróin í enskri tungu en hefur síðan misst dampinn. Hún er samt sem áður ekki gleymd og grafin heldur áfram að birtast fólki í daglegu lífi.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33679


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
& hvað?.pdf2.93 MBLokaðurHeildartextiPDF