is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33682

Titill: 
  • Ljósmyndir íslenskra sjómanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er ljósmyndun sjómanna skoðuð sérstaklega og borin saman við einkasafn höfundar sem samanstendur af fjölmörgum ljósmyndum sem allar tengjast sjómennsku með einum eða öðrum hætti. Safnið er komið til eftir áralanga og markvissa söfnun á ljósmyndum sem fengnar eru víðsvegar af veraldarvefnum, einkum af áhafnarsíðum fiskiskipa á Facebook auk persónulegra aðganga á Facebook, af bloggsíðum og Flickr vefsvæðum. Í fyrsta kafla ritgerðarinnar er farið yfir íslenska ljósmyndasögu og sérstök áhersla lögð á þætti sem snerta ljósmyndir af sjómönnum eða ljósmyndum sjómanna. Í öðrum kafla ritgerðarinnar eru taldir upp ljósmyndarar sem hafa gert sjómennsku að meginviðfangsefni sínu og hafa starfað á sjó. Einnig eru tekin fyrir útgefin rit sem þar sem fengist er við þetta sama viðfangsefni, sjómennskuna í myndum. Í þriðja kafla eru sjónum beint að einkasafni höfundar. Í kaflanum er að finna stuttar lýsingar á viðfangsefnum sem síendurtekið koma fram í ljósmyndum sjómanna. Í fjórða kafla eru dregnir saman helstu þættir úr köflunum á undan og reynt að varpa ljósi á með hvaða hætti ljósmyndun sjómanna hefur þróast. Ritgerðinni fylgir einnig viðauki. Í honum eru valdar myndir úr einkasafninu en þær er mikilvægt að hafa til hliðsjónar þegar þriðji kafli ritgerðarinnar er lesinn. Sjómenn hafa verið fljótir að tileinka sér heimildaskráningu með ljósmyndum á hafi úti og nýjustu tækni við þá iðju. Í gegnum árin hefur fleiri sjómönnum gefist kostur á að mynda um borð eftir því sem ljósmyndatæknin hefur orðið aðgengilegri en eflaust spila einnig inn í að aðstæður þeirra hafa batnað. Internetið hefur gjörbreytt ljósmyndaforminu, félagslegum aðstæðum sjómanna auk framsetningu og varðveislu ljósmyndanna.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33682


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_KjartanHreinsson.pdf45.71 MBLokaður til...12.12.2028HeildartextiPDF