is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33684

Titill: 
  • Hálf-gotneskar leturgerðir : týndur hlekkur í sögu leturhönnunar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hálf-gotnesk letur eru þau letur sem teljast hvorki til rómverskra né gotneskra leturgerða en bera þó einkenni beggja. Fyrstu ummerki þeirra sjást fljótlega eftir að prentun hefst og prentuð letur verða til. Á fyrstu áratugum leturhönnunar verða til þessi letur sem eru bæði eru blanda af rithöndum miðalda og fyrstu prentletranna. Í þessari ritgerð er uppruni hálf-gotneskra leturgerða skoðaður sem og einkenni þeirra. Einkennin eru breytileg eftir því frá hvaðan letrin koma og má yfirleitt sjá þjóðlegan bakgrunn leturhönnuðarins koma fram í eiginleikum letursins. Hálf-gotnesk letur voru skammlíf og hættu nýjar útgáfur að verða til þegar leturhönnuðir höfðu gert nánast fullkomin rómversk textaletur. Hálf-gotnesk letur hefðu í raun og veru aldrei átt verða til, og gæti margt það sem einkennir letrin verið talið hönnunarmistök. Fegurð er þó engu að síður oft að finna í mistökum og eru hálf-gotnesk letur sönnun þess. Margir einkennilegir og furðulegir stafir urðu til á þeim tíma sem letrin voru gerð og hafa hálf-gotnesk letur verið leturhönnun gríðarlega mikilvæg sem liður í þróun brotaleturs að prentletri. Þegar fyrstu hálf-gotnesku leturgerðirnar eru skoðaðar má greinilega sjá grunn þeirra stafa sem notaðir eru enn í dag. Ef ekki hefði verið fyrir þessa einkennilegu stafi hefðum við ekki getað fullkomnað þá stafi sem við höfum í dag.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33684


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Kolbeinn.pdf7.92 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna