is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33686

Titill: 
  • Óvænt upplifun : samtímamyndlist í landslagi Íslands
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það eru ekki einungis náttúruleg listaverk, eins og göt í klettum og fossar sem finna má í landslagi Íslands, heldur einnig umhverfisverk eftir þekkta myndlistarmenn, arkitekta og hönnuði sem falin eru á ólíklegustu stöðum í víðernum landsins. Í ritgerðinni verður skoðað hvaða eiginleika umhverfisverk þurfi að hafa til að bera svo þau geti notið sín í samspili við náttúruna og varpað er fram spurningunni hvort verk þurfi að ramma landslagið inn eða öfugt. Farið verður yfir tilgang listar og staðarval áður en kynnt verða til leiks valin umhverfisverk og hugmyndafræði þeirra, en mörg af verkunum hafa orðið til við samkeppni á vegum stórra fyrirtækja, eins og Landsvirkjunar, og bæjarfélaga. Lykilumhverfisverk, sem fjallað verður um, eru verkin Tíðni eftir Finnboga Pétursson, Þriðja hús eftir Hrein Friðfinnsson og tillögur að verkum sem unnar voru fyrir samkeppni um verk í náttúru Þeistareykja 2018. Með seinasta flokknum verður athyglinni beint að því hvort farið sé að þrengja að samkeppnislýsingum sem geti heft sköpunarkraft listamannsins. Farið verður yfir misnotkun á list og hvernig náttúrunni er ögrað með umhverfisspjöllum. Síðast verður gerð grein fyrir grafískum verkum Borghildar Óskarsdóttur en viðtal var tekið við hana og einnig við Finnboga Pétursson. Farið var að verkunum Tíðni og Þriðja húsi til þess að gera grein fyrir hughrifum í návist þeirra. Mörg verkanna eiga það sameiginlegt að vera gerð úr sama efninu, steinsteypu, líklegast vegna þess hversu endingargóð hún er. Þessi verk geta búið til nýjan stað og þess vegna geta umhverfisverk opnað augu fólks um staði og náttúruundur. Þau verða til þess að fleiri heimsækja staðinn en ella. Umhverfisverk eru lúmsk, búa yfir fleiri eiginleikum en þeim sjónræna. Hvort sem það er vindur, hljóð eða skuggamyndun þarf rétt augnablik að vera til staðar svo áhorfandi geti upplifað virkni verksins. Þau eru í samspili við nærumhverfi og eru í tengingu við það, efnislega og hugmyndalega séð. Fegurð umhverfisverka veitir almenningi ánægju og verk í íslenskri náttúru eru á heildina litið vel heppnuð og vel úthugsuð. Hins vegar má spyrja hvort verkin eigi rétt á sér í heimi þar sem stöðugt gengur á óspillta náttúru.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33686


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
leifur.pdf4.52 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna