Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33687
Kross er gegnumgangandi tákn í bókinni, ekki eingöngu á kistum eða fánum, heldur einnig í samspili forma sem myndast á milli syrgjenda og hins látna. Eftirlifendur standa en þeir látnu liggja og saman mynda þessi tvö atriði lóðrétta og lárétta línu, eða tvær línur sem skarast.
Í Litháen var hefð fyrir því að teknar væru ljósmyndir af syrgjendum við kistu hins látna. Ljósmyndin var miðill til þess að fanga ódauðleika en sjálf aðgerðin var kannski ekki síður mikilvæg. Myndatakan var orðin hluti af afhöfninni þótt ljósmyndarinnar hafi aldrei verið notið. Í bókverkinu fá myndir sem hafa gjarnan glatast, þá virðingu og athygli sem þær eiga skilið.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Leifur Wilberg - Hönnunargreining.pdf | 5.77 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |