is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33691

Titill: 
  • „Þetta hlýtur að vera djók“ : húmor og camp í grafískri hönnun samtímans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Stundum fær ákveðin hönnun fólk til þess að staldra við, hleypa í brýrnar, flissa og hugsa „þetta hlýtur að vera djók“. Í þessari ritgerð verða kenningar varðandi húmor og brandara settar í samhengi við kenningar Susan Sontag um camp. Þá verða mörk kaldhæðni og einlægni skoðuð – og allt þetta sett í samhengi við nokkur dæmi úr tísku okkar daga og ákveðin fagurfræðileg stílbrögð af sviði grafískrar hönnunar.
    Camp er þegar hið óvenjulega, hallærislega og það sem „passar ekki inn“ er upphafið og sett á svið eða teflt fram. Þetta er sjónræn fagurfræði sem vísar gjarnan í stílbrögð sem þykja vera „svo slæm að það er gott“. Út frá þessum kenningum verða dæmi úr hönnunarheiminum – hérlendis og erlendis – skoðuð. Hvað geta kenningar um brandara og camp sagt okkur í þessu samhengi – og hvaða tilgangi geta húmor og það sem þykir hallærislegt þjónað, sem fagurfræðilegt stílbragð í grafískri hönnun?
    Brandarar eru algeng leið fyrir fólk til þess að mynda tengsl sín á milli. Ásetningur og uppbygging brandara geta verið ótrúlega fjölbreytt, en hægt er að nota brandara til að beita yfirlæti, til þess að upphefja sig á kostnað annarra. Brandarar geta einnig verið nýttir til spennulosunar, þar sem hlátur og grín geta losað um bælingu. Brandarar geta þannig losað um félagslega bælingu með því að mynda pláss fyrir gagnrýni og umræðuvettvang um tabú samfélagsins, undir yfirskyni gríns. Þá er einnig mikilvægt að skoða uppbyggingu brandara, og hvernig þeir fara gjarnan þvert á það sem lagt var upp með. Þessi einkenni má einnig sjá í ákveðnum stílbrögðum í hönnun, sem er jafnvel að verða sífellt meira áberandi í dag.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33691


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA 6 Margrét.pdf12.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna