is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33695

Titill: 
  • Bláa Lónið : affallslón verður lúxusspa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Snemma á níunda áratug síðustu aldar var lítið lón á Reykjanesi farið að draga til sín fjölda fólks. Nýlega var búið að uppgötva lækningarmátt þess en vatnið gat læknað psoriasis. Þetta lón er nú þekkt sem Bláa lónið og dregur það til sín 1.300.000 gesta á hverju ári. Lónið var lengi vel staðsett upp við Hitaveitu Suðurnesja en lónið hafði óvart myndast út frá starfsemi hitaveitunnar. Þá var lítil sem engin aðstaða fyrir baðgesti til að athafna sig en nú er sagan önnur. Bláa Lónið státar nú af lúxushóteli, spa og stóru lóni með sína eigin húðvörulínu. Til að skoða þessa þróun verður litið á sögu lónsins fram að stofnun fyrirtækisins Bláa Lónið hf. árið 1992. Síðan það var stofnað hefur hönnun verið áberandi í öllu því sem gert er, allt frá blaðaauglýsingun til bygginga og er íslensk náttúra þar í forgrunni. Reynt hefur verið að láta lónið virðast vera náttúrulegt með því að færa það fjær upprunalega staðnum við virkjunina og taka út allar manngerðar hliðar þess í markaðsefni. Í staðinn sýna auglýsingar blátt og tært vatn, hraun og fallegt íslenskt fólk baða sig í lóninu sem er hinn nýi raunveruleiki Bláa Lónsins.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33695


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BlaaLonid_StefaniaEmilsdottir.pdf36.91 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna