is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33697

Titill: 
  • Efnastofa og efnasafn á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Efni leika stórt hlutverk í lífi okkar og umhverfi, því allt er jú gert úr einhverju. Með stöðugri tækniþróun höfum við mótað þau og látið þau hverfast um okkur, að því virðist, í öllum mögulegum formum, stærðum, litum og áferðum. Í ritgerðinni er fjallað um hugmyndir um efnastofu og efnasafn í samhengi við áþreifanleg efni. Stuttlega er fjallað um kenningar um þróun samfélaga mannsins út frá landfræðilegu umhverfi og hvernig helstu efnarannsóknir voru í vestrænni menningu á 20. öldinni og áhrif þeirra á neyslu. Ræddar eru þær megin umhverfisaðstæður sem mannkynið stendur frammi fyrir og vísbendingar um breyttan tíðaranda. Í því samhengi eru nefnd dæmi um verk hönnuða sem hafa tekið þátt í þverfaglegu samstarfi með tækni- og vísindamönnum. Skoðaðar eru nokkrar mismunandi útfærslur af erlendum efnastofum og efnasöfnum. Þá er fjallað um þær megin tegundir rannsóknastofa sem eru á Íslandi og hvernig aðgengi að þeim er. Rætt er hvaða tilgang og markmið efnastofa og efnasafn getur haft í íslensku samhengi og hvernig þverfaglegt samstarf ólíkra faggreina gæti orðið kveikja að nýjum hugmyndum. Fjallað er um hvaða ávinning og sérstöðu væri hægt að skapa með því að vinna með staðbundin endurnýjanleg hráefni ásamt náttúrulegum ferlum. Nefnd eru dæmi frá hönnuðum sem tengjast umræðuefninu. Að lokum er fjallað um það hvernig hugmyndin um efnastofu og efnasafn fellur að hönnunar- og frumkvöðlastefnu stjórnvalda sem þverfaglegur samstarfsvettvangur lista-, raun- og hugvísindagreina.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33697


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_lokaskil_elin.pdf613,01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna