is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33701

Titill: 
  • Tyggjó : ferðalag tyggigúmmís: frá fæðingu til framhaldslífs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tyggigúmmí er ódýr, hversdagsleg neysluvara sem flestir hafa prófað. Steingervingar í Svíþjóð sýna að þar hafi fólk verið að tyggja á trjákvoðu sem kalla mætti tyggjó fyrir allt að ellefu þúsund árum. Lengi vel var trjákvoða undirstaða í tyggigúmmíi. Tyggjóið á sér því langa sögu úr mörgum mismunandi samfélögum manna. Í þessari ritgerð er meðal annars fjallað um tyggigúmmí út frá sögu þess, framleiðsluferli, menningarlegu hlutverki á meðan það er tuggið og framhaldslífii þess, þegar því hefur verið hent. Á seinni hluta 20. aldar var náttúrulegu tyggigúmmíi úr trjákvoðu nánast öllu skipt út fyrir plast. Tyggjó er neysluvara sem neytt er í mjög stuttan tíma miðað við forsögu þess og framhaldslíf. Í ritgerðinni verður stuðst við kenningar Mary Douglas, mannfræðings, um óhreinindi sem hluti á röngum stað. Tyggjó er dæmi um hlut sem á sér engan réttan stað, nema kannski aðeins á meðan það er tuggið. Við rannsókn á þessari ritgerð var rætt við Gyðu Sigríði Björnsdóttur, sérfræðing í sjálfbærni hjá Sorpu, Halldór Torfason framkvæmdarstjóra Malbiks og Ólaf Bryjnjólf Einarsson líffræðing. Í ritgerðinni er einnig reynt að svara spurningum um hvort betra sé að henda tyggjói á götuna eða í ruslið en við frekari rannsókn á efninu kom í ljós að þó annar staður geti verið betri en hinn, þá er enginn lokastaður til fyrir tyggjó sem er ákjósanlegur.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33701


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerd til BA profs Iris Indridadottir prenta.pdf735.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna