is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33703

Titill: 
  • Úti um mela og móa : melgresi í íslenskri náttúru; hagnýting landnámsjurtar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Melgresi tilheyrir íslensku flórunni og hefur vaxið hér á landi alveg frá því fyrir landnám. Í þessari ritgerð til BA prófs við Listaháskóla Íslands er sjónum beint að þessari merkilegu jurt. Greint er frá eiginleikum og uppbyggingu melgresis. Fjallað er um notkun þess í gegnum aldirnar bæði sem fæðu og í öðrum tilgangi og gefin innsýn í þau horfnu handtök sem viðhöfð voru við melskurð og mjölgerð. Einnig er fjallað um melgresi sem landgræðslujurt og hæfni þess til kolefnisbindingar. Sagt er frá þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á eiginleikum og notkunarmöguleikum melgresis á síðustu misserum. Leitað hefur verið fanga víða bæði í rituðum heimildum og með viðtölum við sérfræðinga og aðra. Tilgangurinn með ritgerðinni er tvíþættur. Í fyrsta lagi að safna saman fróðleik og þekkingu um melgresi og notkun þess frá landnámi. Í annan stað að varpa fram hugmyndum um frekari nýtingu melgresis með hliðsjón af þeirri þekkingu sem fyrir hendi er og nýjustu rannsóknum á eiginleikum og hagnýtingu þess. Margt bendir til þess að notkunarmöguleikar melgresis við landgræðslu og kolefnisbindingu séu vannýttir og að grasið megi nýta við kynbætur á öðrum korntegundum. Varpað er fram hugmyndum um frekari rannsóknir og nýtingarmöguleika melgresis.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33703


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Signý Jónsdóttir - lokaskjal.pdf2,44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna