is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33715

Titill: 
 • Klof : kvenlíkaminn og dýraafurðir í gjörningalist
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í eftirfarandi ritgerð skoða ég íhlutun mannkynsins í náttúrunni frá sjónarhorni umhverfisverndar og femínisma. Þar er umhverfishyggja í fararbroddi og sambandið milli konu og náttúru skoðað. Í hugmyndum umhverfisfemínisma (e. ecofeminism) er talið að feðraveldið hafi reynt að kúga kvenkynið og eignað sér kvenlíkamann á sama hátt og mannkynið hefur reynt að eigna sér svæði hinnar ómennsku náttúru. Kynhvöt kemur bæði við sögu varðandi aftengingu mannsins við kvenlíkamann og umhverfisvernd. Í umhverfishneigð (e. ecosexuality) gera þeir umhverfisverndarsinnar, sem segja sig kynferðislega hneigða að jörðinni, jörðina að elskhuga sínum frekar en að horfa á hana sem móður jörð. Einnig fjalla ég um óhæfni gjörnings til fjöldaframleiðslu og takmarkað vald þátttakanda í þátttökugjörningi.
  Ég reyni að setja hvert viðfangsefni fyrir sig í samhengi við mína eigin listsköpun ásamt því að tengja verk annarra listkvenna við þær kenningar og/eða mín verk. Ég hef skoðað hvernig þessar kenningar hafa veitt mér innblástur eða verið mér að leiðarljósi í eigin listsköpun en verkin mín, sem ég fjalla um í ritgerðinni, tala öll um kvenlíkama, neysluhyggju og dýraafurðir á einhvern hátt.
  Ég hef komist að því að aðaldrifkrafturinn í minni eigin listsköpun liggi í því að setja fram mínar skoðanir sem tengjast femínisma, neysluhyggju eða meðferð dýra. Þegar ég fæ hugmynd að verki, iða ég í skinninu af löngun til þess að framkvæma sjálf gjörðir sem koma skoðunum mínum eða pælingum á framfæri.

 • Útdráttur er á ensku

  In this essay the human’s place in nature is looked at from an ecofeminist perspective where the relationship between women and nature is explored. In ecofeminist theory it is assumed that the patriarchy has tried to oppress women in the same way that humans oppress nature. Sexuality concerns both human’s disconnection from nature and ecology. Ecosexuals try to make environmentalism a sexualmovement by treating Mother Earth as their lover rather than a mother. In addition,I will talk about a perfomance’s inability to repeat itself as a piece of art and the limited power of viewer’s participation in a performance. I try to find a connection between these theories and my artwork. I also look atother women’s work as an example to make better sense of these theories. I have explored how thesetheories have inspired my work so far but most of them include using a woman’s body. They alsocriticizeconsumerism and the usage of animal products. I have noticed how my drive inmaking art lies in coming forward my opinions connected to feminism, consumerism and the treatment of animals.

Samþykkt: 
 • 18.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33715


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AnnaMargrét_skemman.pdf36.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna