is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33718

Titill: 
 • Tæknilega séð
 • Nokkrar mælieiningar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þegar þú setur á þig sýndarveruleikagleraugu hopparðu umsvifalaust yfir í nýtt umhverfi líkt og með fjarflutningabúnaði (e.teleportation) úr vísindaskáldskap. En þrátt fyrir að hugurinn sé floginn á brott er líkami þinn enn í sama rými, á sama stað og áður. Að orða þá upplifun sem við verðum dagsdaglega getur verið flókið, sérstaklega þegar við höfum fleira en eitt umhverfi í einu og endalausar leiðir til þess að upplifa þær.
  Í þessari ritgerð mun ég fjalla um verk mín og markmið þeirra með hliðsjón af skynjun og hegðun áhorfenda og velta fyrir mér hvernig tækni, s.s. sýndarveruleiki, hefur áhrif á það hvernig við upplifum umhverfi okkar. Í þeirri umfjöllun mun ég styðjast við kenningar á sviði fyrirbærafræði, einkum heimspekinginn Maurice Merleau-Ponty en einnig aðra fræði- og listamenn eins og Roy Ascott, Paul Sermon, Ragnar Helga Ólafsson, Erkki Huhmato og Guðbjörgu R. Jóhannesdóttir.

 • Útdráttur er á ensku

  When you put on virtual reality glasses your mind jumps to new surroundings, just as if you had entered a teleportation device from a science-fiction story. In reality, your body is exactly where you left it. Experiences can be difficult to describe, especially when you find yourself having multiple spaces around you and endless ways to experience them.
  In this thesis I will explore how we experience and perceive our surroundings by analysing technology, behavior, and my artwork. I will also talk about my personal goals and perceptions on making art with ideas about phenomenology from the philosopher Meaurice Merleau-Ponty. These ideas are examined in context with texts from other academics, philosophers, and artists like Roy Ascott, Paul Sermon, Ragnar Helgi Ólafsson, Erkki Huhmato, and Guðbjörg R. Jóhannesdóttir.

Samþykkt: 
 • 18.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33718


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
TæknilegaSéð::HákonBragason.pdf41.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna