is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33719

Titill: 
  • Hið óánægjulega, ómerkilega og ósmekklega : innkoma stafrænna miðla í málverkið
  • Snúrur í grasinu : Draugur í símanum, Draugur í póstinum og Draugur á svölunum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Myndrænt áreiti hefur margfaldast síðustu áratugi með tilkomu stafrænnar tækni. Hvers konar spennu geta málarar skapað í upplifun af málverki sem getur keppt við það myndefni sem birtist okkur dagsdaglega á okkar persónulegu skjáum, símum, tölvum og öðrum snjalltækjum? Í þessari ritgerð mun ég skoða innkomu stafrænna miðla inn í málverkið, orsök og afleiðingu hennar. Hvernig málarar á borð við Laura Owens, Oli Epp, Tristan Pigott og Brandon Lipchik nýta sér myndvinnsluforrit líkt og Photoshop í sinni myndsköpun og hvaða áhrif stafrænt myndmál hefur á þeirra verk. Einnig hef ég til hliðsjónar spjaldtölvuteikningar og -málverk David Hockney og óduldan stafrænan uppruna þeirra. Ég athuga grein málarans Marciu Hafif ,,Beginning Again“ frá árinu 1978 og ber saman við stöðu málverksins í dag. Ég fjalla um málverk sem frásögn út frá grein rithöfundarins, sýningarstjórans, kennarans og listgagnrýnandans Mika Hannula, ,,Painting as narrative“ og skoða út frá verkum Robert Lucander og Niklas Engvall hvernig togstreita, ófyrirsjáanleiki og mörkin milli bakgrunns og forgrunns geta skapað frásögn innan málverksins og ber saman orð Auðar Övu Ólafsdóttur um saklausan skáldskap við skáldskap málverksins. Ég tek fyrir þrjú verk eftir sjálfa mig og greini myndbyggingu, stíl og viðfangsefni út frá nálgun áðurnefndra listamanna og set í samhengi við rök Hannula um frásögn, ásamt hefðbundnari merkingu frásagnarkenndrar myndsköpunar. Ég ber saman ,,tóma“ bakgrunna mína við skilgreiningu Hafif um móttækilegan og opinn flöt einlita málverksins sem veitir áhorfendum frið frá myndrænu áreiti.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33719


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helena-Margrét-BA-ritgerð-greinargerð.pdf33.57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna