is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33720

Titill: 
  • Hlutgerving, siðferði og tilbreytingarsnauð endurtekning : atbeini annarra sem listmiðill
  • Tacet: Extrinsic
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð styðst ég við skrif Claire Bishop til þess að útskýra helstu hugtök og grunnhugmyndir þátttökulistar ásamt því sem ég leitast við að greina og setja eigin verk í samhengi út frá þeim. Ég velti því fyrir mér hvort það sé siðferðilega rétt eða rangt að notast við atbeini annarra í verkum sínum og hvaða áhrif þessir utanaðkomandi aðilar hafa á þau. Ég skoða hið táknfræðilega kerfi sem mótað hefur stöðluð kynjahlutverk og hlutgervingu kvenna út frá skrifum Laura Mulvey og Lucy Lippard. Í því samhengi tek ég sjónarmið af skrifum Platóns um ástina og hulinni kynferðislegri þrá í verkum Duchamps til þess að gera grein fyrir hlutgervingu líkama karla og ástinni sem tilbreytingarsnauðri endurtekningu í verkum mínum. Endurtekninguna set ég svo í samhengi við hefðbundin form klassískrar tónlistar og verk eftir Erik Satie, John Cage og Pilvi Takala, en megininntak verka þeirra eru endurtekningin og ó-gjörðin. Rislaus, endurtekin frásögn og það að gera ekki neitt ögrar samfélagslega samþykktum hegðunarmynstrum og ég skoða hvaða áhrif sú ó-gjörð sem felst í vísvitandi aðgerðaleysi og tilbreytingarsnauðum endurtekningum hefur á áhorfendur. Undir lokin notast ég við myndlist til þess að greina tónlist, og öfugt, og velti því fyrir mér hvort eðlileg þróun þessara ólíku listgreina liggi að hluta til í samruna þeirra.

  • Útdráttur er á ensku

    In this paper I draw upon the writings of Claire Bishop to explain the mainconsepts and notions og participation as well as I try to analyze and situate my own work within that frame. I discuss if it is morally right or wrong to use other people as material in my work and what affect it has on them. Through selected texts by Laura Mulvey and Lucy Lippard I observe the symbolic systems that have shaped the stereotypical gender roles of today and the objectification of women. In that context I look at Plato’s essay about love and the hidden erotic ideology in Duchamp’s works in order to account for the objectification of men’s bodies and of love as a somewhat fixed repetition in my work. This repetition is then put in context with traditional structures within classical music and works by Erik Satie, John Cage and Pilvi Takala, who all are acts of repetition and non-doings. These repetitive works that never ascend to climax, and the act of doing nothing resist our socially accepted behavioral patterns and I look into how these non-doings and comparatively changeless repititions impact the viewer. In the end I use fine art to analyze music, and music to analyze fine art, and speculate if the future development of these two art forms lies partly in their alliance.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33720


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hildurelisa_baritgerdoggreinargerd.pdf12.68 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna