is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33722

Titill: 
  • Við munum aldrei sjá hvar við stöndum því við stöndum ávallt fyrir því : umhverfi mannsins sem spegilmynd hans
  • Áhorfandinn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð mun ég fjalla um hvernig listsköpun mín kemur út frá hugleiðingum mínum um samband fólks við mannlegt umhverfi þess. Ég skoða hvernig við högum okkur í okkar umhverfi og úr hverju umhverfið sem við lifum í er búið til. Ég tel að seinustu þúsundir ára höfum við verið að móta umhverfi okkar með flóknum kerfum, hugmyndum og sögum, sem koma til dæmis í formi samfélaga, trúarbragða og tækni. Þessi kerfi eða sögur styrkjast og stækka með tímanum. Ég skoða samband mannfólks við tæknina og hæfileika okkar til að geta varðveitt meiri upplýsingar frá síðustu kynslóð heldur en tapast af þeirri næstu.
    Við lifum í heimi sem er búinn til úr endalausum ákvörðunum foreldra okkar. Ég tel að þessar ákvarðanir hafi safnast upp og myndað þennan flókna strúktúr sem okkar mannlega umhverfi er í dag. Ég tel að skýrasta svarið við hver við erum sem hugsandi verur liggi í okkar mannlega umhverfi.
    Í þessari ritgerð styðst ég við hugmyndir frá heimspekingum á borð við Merleu Ponty, Gilles Delouze og Graham Harman. Ég mun setja þær hugmyndir í samhengi við mannkynssöguna gegnum kenningar Yuval Noah Harari; sagnfræðings. Einnig mun ég setja verk myndlistarmannsins Pierre Huyghe og mín eigin í samhengi við þessar hugleiðingar og skoða hvernig hugmyndir mínar spretta úr umhverfi okkar og mótun þess, hegðun okkar og mótun hennar.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33722


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jóhann [RITGERÐ].pdf22.96 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna