is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33724

Titill: 
  • Róttækt handverk : leirlist í samtíma
  • Aðgát skal höfð í nærveru krúsa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rækjur sem eru eftirmynd af frosnum pilluðum rækjum og vasar sem eru skúlptúrar að þykjast vera vasar. Í þessari ritgerð skoða ég verk mín sem gætu túlkast heimilisleg vegna notagildis þeirra og kanna mörkin milli handverks og myndlistar. Ég horfi á mín verk út frá verkum annarra listamanna, til dæmis ausum Hannesar Lárussonar sem leikur sér mikið á þessum mörkum, og eftirmyndum Peter Fischli og David Weiss af alls kyns matvöru. Ég fjalla lauslega um uppruna leirlistarinnar og jafnframt upphaf og þróun fagsins á Íslandi. Keramikvasar tilheyra langri listhefð en ég færi þá í samtímalegt samhengi. Ég geri þá að karakterum svipað og Tobias Rehberger sem gerði svipmyndir af öðrum listamönnum í vasaformi og Brynhildur Þorgeirsdóttir sem nefnir skúlptúrana sína eftir vinum sínum. Á einkasýningu minni Bara svona eins og allir eru að gera (2018) velti ég fyrir mér hvort notagildið sem tengir verkin mín við handverkið geri þau róttækari. Þar sýndi ég þrettán ólíka keramikvasa stillta upp í rými. Í ritgerðinni fer ég í gegnum ferlið hvernig vasarnir mínir verða til, frá hráum leirnum og til lokaútkomunnar þegar verkið er staðsett inn í rými. Leirinn er það sem drífur mig áfram, ófyrisjáanleikinn í honum og gjörningurinn við það að móta og leyfa höndunum að leiða mig áfram. Þrátt fyrir þunga hefð leirlistarinnar er þó enn rými fyrir ný verk, nýja karektara og nýjar sögur.

  • Útdráttur er á ensku

    Shrimps that replicate frozen shrimps and vases that are sculptures pretending to be vases. In this thesis I examine my works that could be interpreted as domestic because of their functionality. I explore the boundaries between craft and fine art. I compare my works with those of other artists, for example Hannes Lárusson’s ladels and Peter Fischli’s and David Weiss’s replicas of food products. I examine the origins of pottery and its history and development in Iceland. Ceramic vases come from a long artistic tradition but I bring them into a contemporary context. I create them as characters, much like Tobias Rehberger, who created vase portraits of other artists and Brynhildur Þorgeirsdóttir who names her sculptures after her friends. In my solo exhibition Just like everybody else is doing (2018) I exhibited thirteen different ceramic vases where I examine if the functionality that connects my works to craft makes them more radical. In this thesis I go through the process of making the vases, beginning with the raw clay and leading up to the final product when the works are placed in the exhibition space. The clay is the driving force, it’s unpredictability as well as the act of shaping, where I can allow my hands to lead the way. In spite of the long tradition of pottery, there is still space for new artworks, new charcters and new stories.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33724


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KatlaRúnarsdóttirBA.pdf10.84 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna