is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33725

Titill: 
  • Endurheimt : Gjáin „botnlausa“
  • Afhjúpun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í margar aldir hafa mennirnir byggt upp tilveru sem stækkar og þróast hraðar en margir gera sér grein fyrir. Auk þess að hafa að mestu leyti lokað okkur af frá náttúrunni þá höfum við aldrei gengið jafn hart að henni eins og í dag. Við nýtum okkur hráefni náttúrunnar í allt sem við gerum, allt frá matnum sem við borðum yfir í bílana sem við keyrum, jafnvel eldsneytið sem knýr þá áfram. Bilið á milli hins mannlega og hins náttúrulega heims breikkar og maðurinn er orðinn aftengdur uppruna sínum. Í þessari ritgerð velti ég fyrir mér hvað er það sem við köllum náttúrulegt eða ónáttúrulegt og hvenær í ferlinu verður þessi umbreyting til? Einnig hvað það er sem ákvarðar gildi í augum manna þegar kemur að lífverum og efni. Ég skoða hvernig náttúran tekst á við allt það efni sem maðurinn hefur umbreytt sér í hag og gert ónáttúrulegt, sem hann síðan varpar aftur út í náttúrulegt umhverfi. Ég reyni að benda á þau vandamál sem maðurinn hefur orðið valdur að í sambandi hans við náttúruna, sem við eigum til að aðskilja okkur frá, sem og undirstrika mikilvægi þess að halda jafnvægi á milli þess manngerða og náttúrulega. Ég skoða listamenn og hönnuði sem á sinn eigin hátt fjalla um þetta samband í verkum sínum og set þá í samhengi við verk mín og vinnuferli. Ég hef aflað mér upplýsinga í gegn um bækur, fræðirit, greinar, fréttir, myndskeið og aðra miðla um þá listamenn en þar á meðal eru Mark Dion, herman de vries, Nana Petzet og Sigrún Thorlacius. Í gegnum myndlist mína hef ég áttað mig á því að það er engin auðveld lausn á vandamálinu en það má ekki gefast upp. Ég hef trú á þeim jákvæðu áhrifum sem skapandi aðilar geta haft í baráttunni gegn þeim vandamálum og afleiðingum sem bíða okkar ef við tökum ekki breytingum í hegðun og hugarfari varðandi umhverfisvitund.

  • Útdráttur er á ensku

    Over many ages, mankind has built a life on earth that grows and evolves faster than one may realize. Not only have we mostly closed ourselves off from nature, but we have also never been as demanding of her like today. Human beings make use of nature’s resources for almost everything they do, from the food we eat to the cars we drive, even the fuel they run on. The distance between the human world and the natural world increases and men have become disconnected from their origins. In this essay, I will discuss what it is we call natural and unnatural and when in the process does this transformation occur? I also contemplate how we determine value of a living being or a material. I will look at how nature is dealing with all of the unnatural materials that humans have transformed to their own benefit, and since losing their value are being dumped back to the natural environment. I will point out the problems that man has caused in his relationship with nature, that we tend to separate ourselves from, andunderline the importance of keeping a balance between the manmade and the natural. I discuss the works of artists who deal with this relationship in their own way and put them in context with my own work and working process. I have sourced information through books, articles, interviews, videos and other mediums on artists like Mark Dion, Herman De Vries, Nana Petzet and Sigrún Thorlacius. I have realized that there is no simple solution to the problem but it is important to not give up. I believe in the positive effect that creative individuals can have in the battle against these problems and the consequences we face if we don’t change our mind and action regarding our environmental awareness.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33725


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FIIINAAAL.pdf3.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna