is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33727

Titill: 
 • Þrír flekar sjálfsins : Við Marsibil og ég
 • Samræður sjálfsins : Sýrðin
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni greini ég sjálfið mitt í listrænu samhengi út frá hugmyndum fræðimanna og listamanna. Hugmyndunum er ætlað að varpa skírara ljósi á eigin myndlist. Ritgerðin er byggð á samtali þriggja radda sem allar eru hluti sjálfs míns. Raddirnar eru; Við Marsibil og ég, en þær endurspegla að nokkru hugmyndir Platós um þrískiptingu sálarinnar. Tengsl raddanna þriggja verða útskýrðar út frá kenningum Gilles Deleuze og Félix Guattari um rísóm en þær felast í megindráttum í ólínulegri hugsun. Í ritgerðinni verða þrjú verka minna greind en hvert þeirra veitir mismunandi sjónarhorn á listrænt sjálf. Verkin eru Skuggsjá, Ástfangin og Allt sem ég skrifa í snjóinn. Hugmyndir Timothy Morton, Graham Harman og Judith Butler verða notaðar til að útskýra hvert verk fyrir sig. Verk samtímalistamannanna; Carolee Schneemann, Páls Hauks Björnssonar og Pipilotti Rist, verða einnig skoðuð í samhengi verka minna. Listrænt sjálf byggist á tilfinningum og átökum radda þeirra. Ég tjái tilfinningar með beitingu líkamans í formi gjörningalistar og geri tilraun til að hreyfa við áhorfendum með hreyfingum sjálfsins.
  Lykilorð: myndlist, sjálf, merking

 • Útdráttur er á ensku

  In the BA thesis, I analize myself in artistic context, turning theories of various scholars and artists to account. The theories are supposed to shed better light on my art. The thesis is based on conversation of three voices which all are a part of myself. The voices are; Me, Marsibil and I, but in a way they reflect Plato's ideas of the three parts of the soul. The relations of the voices will be unfolded using Gilles Deleuze's and Félix Guattari's ideas of rhizome, which involves antilinear thinking. In the thesis, three of my art works will be analyzed, each giving different perspective on my artistic self. The pieces are Dark reflection, In love and All I write into the snow. Timothy Morton's, Graham Harman's and Judith Butler's ideas will be applied in order to explain each work. Selected pieces by the contemporary artists; Carolee Schneemann, Páll Haukur Björnsson and Pipilotti Rist will also be taken into account in relation to my own practise. My artistic self is based on feelings and their voices' conflicts. I express these feelings with utilization of the body in the form of performance art in attempt to move viewers with movements of the self.

Samþykkt: 
 • 18.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33727


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA verkefni - greinargerð og ritgerð.pdf4.86 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna