is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3373

Titill: 
  • Bestun aðferða við einangrun og greiningu himnufleka úr þarmaþekju Atlantshafsþorsks (Gadus morhua), með áherslu á alkalískan fosfatasa
Titill: 
  • Optimization of methods for isolation and analysis of lipid rafts from Atlantic cod (Gadus morhua) intestinal enterocytes, with alkaline phosphatase as a focus point
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Himnuflekar eru þétt pökkuð svæði innan frumuhimnunnar, rík af kólesteróli og
    glýkósphingólípíðum. Rannsóknir á þeim hafa vaxið ört síðustu tvo áratugi, en
    samkvæmt okkar bestu vitund, hafa ekki verið framkvæmdar rannsóknir á
    himnuflekum úr burstalagi þarmaþekjufruma geislaugga fiska (Actionoerygii) fyrr.
    Alkalískur fosfatasi (AP) er vel þekkt merkiensím í burstahimnulagi (e. brush
    border membranes; BBM) og er staðbundið í himnuflekum. AP úr Atlantshafsþorski
    (Gadus morhua) hefur verið til rannsóknar á rannsóknarstofu okkar um langt skeið
    og því vaknaði áhugi okkar á að auðkenna prótein og lípíðsamsetningu slíkra
    himnufleka og freista þess að kasta ljósi á náttúrulegt hlutverk þess, sem er óþekkt.
    Fyrsta markmið okkar var að einangra og auðkenna BBM og himnufleka úr
    þarmaþekjufrumum Atlantshafsþorsks til að staðfesta tilvist þeirra og bera saman við
    rannsóknarniðurstöður frá öðum dýrategundum. Til að skilgreina einangrunarferlið,
    var notast við virknimælingar á þekktum merkiensímum hvers himnuhluta fyrir sig.
    Auk þess var dreifing AP kortlögð með mótefnavefjalitun og virknimælingu.
    Próteinmengjafræðilegar upplýsingar fengust með notkun massagreina (MALDI eða
    LC-ESI) á trypsinmeltum próteinsýnum sem höfðu áður verið aðgreind með SDS
    rafdrætti.
    Ólíkar aðferðir sem þörfnuðust bestunar sýndu allar aukningu í magni AP, bæði í
    BBM hluta og himnuflekum. Einnig voru framkvæmdar 31P-NMR mælingar á
    fosfólípuðum sem gefa hlutfallslegt magn allra fosfólípíða. Þær mælingar gáfu
    upplýsingar um hátt fosfatidylkólinhlutfall í BBM, en hins vegar hátt hlutfall
    sphingólmýelíns í himnuflekum. Kólesterólmælingar sýndu hátt hlutfall í
    himnuflekum m.v. sápuleysanlega hluta BBM himnunnar. Þannig sýndu allar þessar
    mælingar öll þekkt einkenni himnufleka, borið saman við aðrar dýrategundir.
    Nokkur prótein hafa þegar verið auðkennd í himnuflekunum s.s. amínópeptíðasi N,
    beta actin og villin 2. Þannig hefur tilvist þekktra himnuflekapróteina og
    frymisgrindarpróteina verið staðfest í himnuflekum úr burstalagi þarmaþekjufrumna
    Atlantshafsþorsks (Gadus morhua), sem er af ættkvísl geislaugga (e. ray-finned
    fishes). Það hefur ekki verið áður gert, eftir því sem við best vitum, fyrir þann stóra
    hóp fisktegunda.

Samþykkt: 
  • 10.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3373


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudjon_Andri_Gylfason_fixed.pdf40.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna