is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33730

Titill: 
  • Goðsögnin um „kvennavandamálið“ : samfélagsbyltingar, mýtur um vangetu kvenna og móðurhlutverkið
  • Sængurkonusteinn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessum skrifum eru áhrif femínisma, femínískra lista- og fræðikvenna og samfélagsbyltinga í list skoðuð allt frá tíma Rauðsokkanna á áttunda áratug tuttugustu aldar í gegnum kvennasamstöðuna um kvennaverkfall í 45 ár, baráttuna um sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama, baráttuna gegn kynferðisofbeldi og myllumerkis-byltingar samtímans. Greinarnar Hvers vegna hafa ekki verið til neinir miklir kvenkyns listamenn? eftir Lynda Nochlin og Sjónræn nautn og frásagnarkvikmyndin eftir Laura Mulvey eru notaðar til þess að greina og skoða samtímaáhrif og áhrif í sögum fyrri alda á konur og móðurhlutverkið. Hvernig kerfislæg bæling kvenna hefur ekki skapað rými fyrir mikla kvenkyns listamenn og áhrif feðraveldissamfélagsgerðarinnar á það hvernig konur eru farvegur fyrir sjónræna nautn karla og fá ekki að hafa sjálfstæða merkingu sem persónur, hvort sem er í raunverulegu lífi eða sem persónur í skáldskap. Samfélagsbyltingar eins og kvennaverkfall, #metoo og #höfumhátt eru notaðar til þess að skoða myndlist sem fjallar um samtímaefni svo sem kynferðisofbeldi og lífseigar mýtur um vangetu kvenna á ýmsum sviðum. Verk eftir Barbara Kruger og Pippilotti Rist eru rýnd með tilliti til femínískrar samfélagsgreiningar þeirra. Þess utan verður skoðað hvernig myndlist er einn mótunarkraftur samfélagsins, leiðarljós að brestum í samfélagsgerð fyrri tíma og upplýsandi söguskýring á nútímaatburðum.

  • Útdráttur er á ensku

    In this essay the impact of; feminism, feminist artists and scholars, as well as social revolutions in arts is observed right from the time of the Redstocking movement of the seventies to the twenty-first century; women’s solidarity of the women’s strike for 45 years, the fight for the self determination rights of women over their own bodies, the fight against sexual violence and the hashtag revolutions of today. The articles Why have there been no great woman artists? by Lynda Nochlin and Visual pleasure and narrative cinema by Laura Mulvey are utilised to analyse and observe contemporary influence and influence in history on women and maternity. Also how systematic repression of women has not created space for great women artists and the impact of the patriarchy’s social structure on how women become path for the male-gaze and can not become bearer of independent meaning as persons wether in real life or fiction. Social revolutions like the women strikes, #metoo and #letsbeloud are used to view visual arts that discuss contemporary issues like sexual violence or tenacious myths of women’s inabilities in various fields. Works by Barbara Kruger and Pippilotti Rist are reviewed considering their feminist social analysis. How are visual arts a dynamism on community structure, a guiding-light to defects in the models of past societies or an enlightening historical explanation of contemporary events.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33730


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-verkefni-myndlist-Osk-Gunnlaugs.pdf10.95 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna