is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33731

Titill: 
  • Karlinn í mér ræður ekki við skallann á drengnum í sér : beiting niðurlægingar og berskjöldunar í formi listsköpunar sem verkfæri sjálfsskoðunar og varnarmekanisma
  • The man in me can't handle the baldness of the boy in him
  • Endalaus leið til úrsmiðsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð ber að líta augum sjálfsgreiningu mína, ævisöguágrip sem ég tengi svo við myndlistina sem ég hef skapað og einnig ástæður mínar til iðkunar þessa listforms. Þessa ritgerð set ég fram í lokavígi mínu til þess að nálgast hina virtu bakkalár gráðu í myndlist, og vona af mikilli einlægni að fræðimenn, prófessorar og þið kæru lesendur þessarar ritgerðar taki vel í þessi skrif þótt að ég sé misheppnaður fáviti með eyrnamerg í nefinu. Ekki einungis er ég fáviti sjálfur, heldur helst líkaminn í hendur við mig sjálfan og svo mikill fáviti er hann einnig að hann getur ekki raðað líkamsvessum sínum á rétta staði, hann grætur svita þegar miklar tilfinningar bera að garði, prumpar ropi, ropar prumpi og ef að á reynir þá svitnar hann blóði, helvískur. Líkaminn afneitaði líka hárinu á höfði mér sem var nákvæmlega engin ástæða til og skrifa ég mikið um það í þessari ritgerð. Ég tel líkamann að ákveðnu leyti hafa svikið mig og sjálfan sig en það verður bara að hafa það, ég get ekkert refsað honum fyrir það. Þetta er þó ekki einungis óður til skallans eða líkamsvandamála minna heldur líka tengingar og textar heimspekinga og fræðimanna til þess að ýta undir hugsanir mínar og hvernig ég lít á sjálfan mig.

Samþykkt: 
  • 18.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33731


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
óskarámundasonBA.pdf1.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna