Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33733
Það er satt umfram flest. Í þessum skrifum skoða ég nærumhvefi mitt, hversdag og raunveruleika, sem óumflýjanlegan innblástur í eigin listsköpun. Ég er bara að skynja fullt og gubba því út úr mér aftur. Þetta ræði ég helst í tengslum við eigin video verk, þá helst verkið Líða/Passing (2018) sem sýnir vini mína, listamenn, bíða á stöðum sem eiga eitthvað skylt við biðstöðu, haldandi á blómvöndum, endalaust. Skrifa stuttlega í þessu samhengi um kenningar Nietzsche um eilífa endurtekningu hins sama. Verkið er sviðsetning á raunveruleikanum og ég ræði þau mörk í tengslum við tímann, tímaleysu, endurtekningu og það að bíða og endast. Fjallað er um form verksins í samhengi við list eftir Pierre Huyghe. Biðin skoðuð í samhengi við leikverkið Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett og snert er á sögu blóma í vestrænni listasögu. Allt frá kyrralífsmálverkum frá 17. Öld um memento mori eða svokölluðum vanitas til nýlegs verks eftir Elínu Hansdóttur. Ég snerti á tilvist almennt og tilvist Líða /Passing á netinu. Skoða netið og í tengslum við flugvelli og kenningar Marc Augé um non-place á tíunda áratugnum í samhengi við liminality, margrætt ástand. Tvær línuteikningar eftir mig eru til umfjöllunnar ásamt tveimur skúlptúrum og ég ræði hvernig þeir spegla nærumhverfi mitt, menningu og samtíma. Þar hef ég Berg Ebba Bendiktsson og Yuval Noah Harari mér til stuðnings og íslenska rapparann Gísla Pálma, sögulegt íkon í íslenskum samtíma. Í ritgerðinni skrifa ég um brotakennt flæði upplýsinga í hröðum nettengdum samtíma og það að hægja á. Það eru þessar brotakenndu upplýsingar sem ég kafa dýpra í og nýti sem heimildir. Meðal annarra. Hversdagurinn er ágætis umfjöllunarefni í list og fólk elskar að vinna með blóm því þau eru falleg og þau deyja líka. Það eru engin svör, bara fleiri spurningar.
The truth. I will write about reality, the everyday and how it is very present in my art. I am going to write about a piece I made, called Líða/ Passing (2018). A video that displays my friends waiting around, in places that are similar to waiting rooms, holding flowers, in never ending loops. I write about Nietzche in this context. About his theory on everything happening again and again. The work is some kind of a staged reality. It is about time, repetition, waiting and lasting. I talk about the frame of the work in relation to work by Pierre Huyghe. I explore waiting through the theatre piece Waiting for Godot by Samuel Beckett and I talk briefly about the history of flowers in Western art. From 17th century still-life paintings that deal with memento mori to work by the contemporary Icelandic Artis Elín Hansdóttir. I write about making your own rituals. About existence and also the space that the piece Líða / Passing occupies online. I write about so called non- places, airports and liminality, the threshold. In this context I also talk about a couple of line drawings and two sculptures I made. How stories are important to us and how they make up the culture. I refer to Yuval Noah Harari, Gísli Pálmi and Bergur Ebbi Benediktsson, as thinkers. There is something in here about the need to slow down and simply reflect. And about how we take in a lot of shattered information everyday. The mundane is a fair subject in art and people love working with flowers cause they are beautiful and they will die, like us.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Salka.pdf | 21.88 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |