is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33735

Titill: 
 • Fjársjóðurinn í mánasjóði
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í garðinum okkar ömmu vex efniviður minn í verkum mínum, plantan er kölluð mánasjóður. Þessi planta hefur verið viðfangsefni mitt í myndlistinni frá því vorið 2017.
  Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er umfjöllun á verkferli mínum og verkum mínum tengdum plöntunni mánasjóð. Ég mun ræða samband ömmu minnar við plöntuna og hvaða merkingu hennar samband við plöntuna skiptir í innihaldi verka minna. Getur verið að plantan muni eftir og þekki ömmu mína? Í ritgerðinni velti ég fyrir mér þessum atriðum ásamt því hvaða hlutverki miðillinn skiptir í framsetningu og miðlun á hugmyndum.
  Í ritgerðinni er rætt um mismunandi nálgun á mínu viðfangsefni og um lista- og fræðimenn sem eru að fást við svipaðar hugmyndir. Allir eiga þessir listamenn það sameiginlegt að vinna með náttúruna og lífræn efni í verkum sínum eins og herman de vries, Andy Goldsworthy og Simon Starling. Einnig fjalla ég um verk íslensku listamannanna Sigurðar Guðjónssonar og Hildar Bjarnadóttur. Ritgerðinni er skipt upp í stutta kafla þar sem ég er að fjalla um sérstök verk og nálgun mína á efniviðinum.
  Í kaflanum „Miðlar” er ég að skoða sýninguna Málverk ekki miðill og hugmyndir Jóhannesar Dagssonar, heimspekings og sýningarstjóra sýningarinnar. Ég velti fyrir mér hvort að málverk, ljósmyndir og prentverk eigi sér samnefnara sem geri það að verkum að verk sem unnið væri í öllum miðlunum gæti einnig flokkast undir hvern flokk í lokin. Ég fjalla einnig stutt um frumkvöðlakonuna Önnu Atkins og cyanotype ljósmyndir hennar og ber hennar vinnuferli saman við mitt, við gerð cyanotype ljósmynda þar sem ég vann einungis með cyanotype ljósmyndir við gerð einkasýningar minnar Garðurinn okkar.

 • Útdráttur er á ensku

  The material I use in my artwork grows in the the garden that I and my grandmother shared, the plant is called annual honesty. This plant has been the topic in my artwork since spring 2017. The subject of this theses is a discussion about my creative process and the artwork I’ve done with the plant annual honesty. I will talk about my grandmothers relationship with this plant and the importance of that relationship in my work. Could it be that the plant knows and remembers my grandmother? In this theses I will wonder about the role that the medium has in the presentation of work and to express ideas. In this essay I will discuss my different approaches on the subject and about artist and theorists that are dealing with similar ideas. All these artists work with the nature and bio material in their work, for example herman de vries, Andy Goldsworthy and Simon Starling. I will also talk about work from the Icelandic artists Sigurður Guðjónsson and Hildur Bjarnadóttir. This essay is divided into short chapters where I will address specific art pieces and my approach on my material. In the chapter „Media“ I am looking into the exhibition Painting not a medium and the ideas from Jóhannes Dagsson, philosopher and curator of the exhibition. I speculate wether fine arts, photos and print art have a common ground in witch an artwork, when finished, can be considered to belong to each type of medium. I will also talk about the pioneer Anna Atkins and her cyanotypes and compare our work process together where I only worked with cyanotypes for the making of my solo show Garðurinn okkar.

Samþykkt: 
 • 18.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33735


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð-Sigrún Erna.pdf63.95 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna